Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Gróf mismunun viðgengst innan Strætó gegn lægstlaunuðum: „Þetta fólk er bara búið á því andlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þú mátt ekki tjá þig, þú mátt ekki hafa spurningar,“ segir fyrrverandi starfsmaður Strætó sem segir mismunun grassera innan fyrirtækisins.

Mannlíf greindi frá niðurstöðu vinnustaðagreiningar innan Strætó fyrr á árinu.
Þar kom í ljós að tugir starfsmanna sögðust hafa orðið fyrir einelti á vinnustaðnum. Í kjölfar umfjöllunarinnar hafði fyrrverandi starfsmaður samband við Mannlíf. Starfsmaðurinn, kona, lýsti einelti sem hefði verið látið viðgangast árum saman.

Lýsingar á hátterni yfirmanna innan Strætó enda þó ekki þar. Margir fyrrverandi og núverandi starfmenn Strætó hafa sett sig í samband við Kolbrúnu Baldursdóttur borgarfulltrúa. Starfsmennirnir hafa sömu sögu að segja og eru orðnir langþreyttir á ástandinu.

Einn þeirra starfsmanna sagði frá sinni reynslu í viðtali við Mannlíf. Vill hún ekki láta nafns síns getið. Konan bendir á að skoða þurfi fyrirtækið nánar.

„Það er rosalega mikil stéttaskipting innan vinnustaðarins,“ segir hún og bætir við að fjölmargir starfsmenn Strætó séu af erlendu bergi brotnir. Þar á meðal hún sjálf.

Hún segir engan vafa á því að komið sé öðruvísi fram við erlenda starfsmenn og hafi hún sjálf, meðal annarra, upplifað mismunun innan Strætó vegna uppruna síns.

- Auglýsing -

Þá segir hún að hún viti til þess að margir starfsmenn hafi hrökklast úr starfi hjá Strætó vegna andans sem þar ríkir.
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó, hafi ekki sinnt starfi sínu að sögn konunnar.
„Hún var valin öflugasti stjórnandi hjá Stjórnvísi í fyrra, á meðan lætur hún viðgangast einelti árum saman. Og hendir fólki út ef það kvartar.“

Konan segir Strætó vera stjórnað eins og einkafyrirtæki. Uppsagnir og ráðningar fari til að mynda ekki alltaf fram eins og reglur segja til um er kemur að opinberum fyrirtækjum. Dæmi séu um að fólki hafi verið sagt upp símleiðis og fólk ráðið inn án þess að störfin hafi verið auglýst. Hún viti einnig til þess að fólki hafi verið sagt upp störfum þó svo að engar forsendur hafi verið til þess.
„Það er bara tekin ákvörðun einn,tveir og þrír ef þú ert ekki vinur þeirra.“

Þá hafi starfsmenn gert athugasemdir við vinnubrögð yfirmanna.

- Auglýsing -

„Þetta fólk er á ofurháum launum, það skreppur frá oft á dag eða fer fyrr.“
Þá segir hún að fólk hafi verið tekið á teppið hafi það spurt út í slíkt.
Konan segir að hún hafi rætt við marga starfsmenn Strætó sem eru orðnir langþreyttir á framkomu yfirmanna.
„Þetta fólk er bara búið á því andlega,“ segir konan og furðar sig á hvers vegna ekki sé búið að taka í taumana. Málið sé stórt og mörgu sé ábótavant.

Konan tekur einnig fram að mikil leynd sé yfir starfsmannasjóði. Þar sitji sama fólk í stjórn árum saman. Erfitt hafi verið að fá skýra mynd af því í hvað peningar í starfsmannasjóði hafi farið, þrátt fyrir að fólk hafi greitt í sjóðinn samviskusamlega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -