Mánudagur 30. janúar, 2023
0.1 C
Reykjavik

Grunur um kynferðisbrot á leikskólanum Sælukoti þaggað niður: „Hún öskurgrét þegar hún sá hann

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Greint var frá því í ágúst að starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hafi verið sakaður um ofbeldi í garð barns á leikskólanum.
Maðurinn var leystur frá störfum eftir þrjár tilkynningar frá móður barnsins sem átti í hlut en fjöldi annarra tilkynninga hafa borist, bæði vegna starfsmannsins og annara mála á leikskólanum.
Móðir barnsins segir að leikskólinn hafi brugðist og mistök hafi verið gerð á mörgum sviðum málsins.
Eftir tilkynningu móðurinnar settu nokkrir foreldrar sig í samband við hana og sögðu að þeim gruni sterklega að sín börn hafi lent í því sama og að um kynferðisbrot væri að ræða.

Móðir barnsins vill ekki láta nafn síns getið en hún telur það rétta í stöðunni að stíga fram og segja söguna í von um að það hjálpi. Gerði hún það í viðtali við Mannlíf.

Móðirin segir að frásagnir barnsins hafi byrjað í september 2020, en í fyrstu hljómuðu þær eins og barnið gæti mögulega hafa lent í einhverskonar kynferðisofbeldi. Barnið var þá þriggja ára gamalt og segir móðirin að frásagnirnar hafi verið heldur óskýrar, enda barnið ungt. Þetta vakti þó grun hennar og áhyggjur.

Skýrar reglur gilda í leikskólum um vinnubrögð, vakni grunur um að barn hafi verið beitt ofbeldi. Starfsmenn leikskóla mega aldrei tala um, eða yfirheyra barn um slík mál. Það sé mjög mikilvægt svo að ekki ruglist frásögn barnsins.

Móðirin segir að þar hafi mistök verið gerð en var barnið kallað á fund, án vitneskju móður og án þess að nokkur forráðamaður hafi verið viðstaddur.
Á fundinum sátu þrír aðilar, rekstaraðili leikskólans sem er einng húmanískur leikskólastjóri, túlkur, þar sem að rekstaraðilinn talar ensku og barnið.
Eftir fundinn hringdi rekstraraðilinn í móður barnsins og tilkynnti henni að þau hefðu komist að þeirri niðurstöðu að barninu hefði einfaldlega verið að dreyma.
Móðurinni var brugðið við símtalið, bæði vegna fundarins og yfirheyrslunar.
„sem er náttúrlega ekki ráðlagt að gera nema í Barnahúsi, þegar vaknar grunur,“ segir móðirin.

Barnið, sem móðirin segir almennt félagslynt, breyttist í hegðun og var orðið ólíkt sér þegar það sá manninn en var það hrætt við hann.
„Hún bara öskurgrét þegar hún sá hann, og ég bað um að hann væri ekki í kringum hana eftir það“.
Í byrjun var sú krafa móðurinnar virt en einn dag þegar hún sótti barnið kom það grátandi út í bíl og sagði að rekstraraðilinn hafi látið hana knúsa manninn í þeim tilgangi að „sættast“.
Rekstraraðilinn gekkst við þessu á foreldrafundi og staðfesti frásögn barnsins.
Maðurinn var einnig settur í afleysingar á deild barnsins og í útiveru.

- Auglýsing -

Í júní á þessu ári kom önnur frásögn frá barninu sem móðirin tilkynnti til Barnaverndarnefndar.
„Ég tek börnin eftir þessa frásögn og held þeim heima,“ segir móðirin en hún átti tvö börn á leikskólanum.
Maðurinn var enn við störf á leikskólanum og var ekki sendur í leyfi fyrr en móðirin hafði samband við Reykjarvíkurborg.
Stuttu síðar barst móðurinni tölvupóstur frá rekstraraðilanum.
„Þar sem hún spyr mig hvor hún megi ekki bjóða honum á sumarhátíðina á leikskólanum, þar sem að við myndum vera“.
Móðurinni þótti þetta mjög óviðeigandi, auk þess hafði rekstraraðilinn samband við móðurina símleiðis, nánast daglega þar sem hún efaðist um frásagnir barnsins.
„Hann getur ekki hafa gert þetta því hann fór að gráta, og hann er svo þunglyndur,“ var meðal þess sem rekstraraðilinn sagði.

Í júlí fór barnið í Barnahús. Þá hafði móðirin tekið þá ákvörðun að börnin færu ekki aftur á leikskólann sem var lokaður í júlí vegna sumarfrís.
Þegar leikskólastarf hófst aftur eftir sumarfrí frétti móðirin að maðurinn væri mættur aftur til starfa.
Henni blöskraði.
„Ég hringdi í leikskólann og sagði að mér þætti það óviðeigandi að maðurinn væri þarna,“ svör leikskólans voru ekki á þann veg er hún bjóst við.
„Þær sögðu að hann mætti ekki vera einn með börnum“
Stuttu síðar bárust móðurinni tilkynningar um það að maðurinn hafi samt sem áður verið einn með börnum og meðal annars tekið einn á móti þeim á morgnanna.

Þriðja frásögn barnsins kom í ágúst. Þá hafði barnið ekki verið á leikskólanum frá því í byrjun sumars. Móðirin sagði frásögnina hafa verið mjög skýra og segir að hún hafi ekki verið í neinum vafa um það að eitthvað hafi komið fyrir barnið.

- Auglýsing -

Móðirin taldi það rétta í stöðunni að upplýsa aðra foreldra um málið, án þess þó að fara út í smáatriði og án þess að nafngreina aðilann. Fyrir það hafi hún spurt stjórnendur leikskólans hvort það þyrfti ekki að upplýsa foreldrana um stöðu mála en var þvertekið fyrir það.
Eftir að hún tilkynnti foreldrum um stöðu mála á lokuðum Facebook-hópi fékk hún skilaboð.
„Þá fæ ég að heyra ýmislegt annað frá öðrum foreldrum,“segir móðirin. Maðurinn var látinn hætta sama dag og hún tilkynnti foreldrum stöðuna.

Foreldrafundur er haldinn í kjölfarið.
Móðirin segir að það séu síðustu samskipti sem hún hafi átt við stjórnendur leikskólans. Á fundinum gerði móðirin athugasemdir við margt sem hafði gerst og segist hún hafa fundið mikinn stuðning frá foreldrum. Þó hafi nokkrir sagt að þetta samtal ætti ef til vill ekki rétt á sér á þessum tíma.

Á foreldrafundinum voru kynntar nýjar reglur leikskólans.
„Tóku það þá fram að fram að starfsfólkið mætti ekki kyssa börnin, sérstaklega ekki á munninn“.
Móðirin sagði að sér og eflaust öðrum hafi þótt þetta mjög undarleg regla.
„Er þetta ekki bara almenn regla?“ bætti hún við.
Önnur regla var sú að starfsmenn mættu ekki fara með börnin ein út af skólalóðinni.

Skömmu eftir að móðirin hafði tilkynnt foreldrum frá því sem væri í gangi gaf foreldraráð út þá tilkynningu að þau hefðu fengið nánari upplýsingar um málið. Þegar móðirin fór að athuga við hvað væri átt kom í ljós að stjórnendur hefðu upplýst foreldraráð um mál barnsins í smáatriðum þótt hún teldi hún slíkt vera trúnaðarmál.

Móðirin segir að hún hafi verið í mikilli óvissu um það hver næstu skref yrðu á þessum tíma og sótti hún um leikskóla hjá Reykjarvíkurborg. Á meðan því ferli stóð talaði hún við forvarnarfulltrúa hjá borginni sem sagði henni að erfitt væri fyrir Reykjavíkurborg að taka á starfsmannamálum.
„Þau gætu svo lítið gert af því að þetta væri einkarekinn leikskóli“.
Forvarnarfulltrúinn sagði henni að úttekt hafi verið gerð á leikskólanum og var mörgu ábótavant. Mörg lokuð rými með engum gluggum, lokaðar skiptiaðstöður og starfsmenn of mikið einir með börnum.

Móðirin segir vita til þess að margir hafi tekið börnin sín af leikskólanum, svo margir að tölvupóstur var sendur á alla foreldra. Í tölvupóstinum var foreldrum tilkynnt að það væri uppsagnafrestur og fólk gæti ekki tekið börnin af skólanum fyrirvaralaust. Móðirin telur að pósturinn hafi verið sendur vegna þess að svo margir færðu börnin, en þar sem leikskólinn er einkarekinn stólar hann að öllum líkindum mikið á leikskólagjöld.

„Við erum búin að kæra til lögreglu, ég veit ekki hvað gerist næst‘‘.
Hún telur það rétta að segja frá sinni reynslu í þeirri von að hjálpa öðrum, að ekki megi þagga niður svona mál.
„Ég er bara mjög ánægð að hafa gert það , þótt það myndi bara hjálpa einu öðru barni,“ segir hún og bætir við að frásagnir barnsins hafi nú staðið í eitt ár.
„Það eru ennþá að koma frásagnir frá barninu, ári seinna“.
Móðirin segir að nokkrir foreldrar hafi haft samband við sig eftir að hún sagði frá málinu í foreldrahópnum á Facebook.
„Ég er búin að heyra af mjög sterkum grun frá nokkrum foreldrum um að eitthvað svipað hafi komið fyrir‘‘.

Móðirin tekur fram að margir af þeim sem starfi við leikskólann séu frábærir starfsmenn en vandinn liggi í stjórninni.
„Ég er mjög sár út í leikskólann. Það hefur enginn komið til mín og sagt bara leiðinlegt að heyra, heldur alltaf bara bullandi vörn“

Auk þess segir móðirin að leikskólinn hafi gert lítið úr frásögnum barnsins en hún þekki barnið sitt best.
„Fyrir mig, þá fer ekkert á milli mála að eitthvað hafi komið fyrir hana,“ segir hún.
Hún hafi fengið góðan stuðning frá mörgum foreldrum barna á leikskólanum en ekki á frá þeim stöðum sem við mætti búast.

„Aldrei í þessu ferli hef ég heyrt – Hvað ef þetta gerðist, heldur bara hvað ef þetta gerðist ekki. Það var efast um allt,“ segir móðirin að lokum.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná tali af stjórnendum Sælukots gekk það ekki.
Rekstraraðili og leikskólastjóri eru enn starfandi við leikskólann. Ekki er vitað hvar maðurinn sem leystur var frá störfum starfar nú.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -