Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Guðbjörg lögregluþjónn var aðeins 41 árs: „Ég mun sakna þín mikið elsku systir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbjörg Sig­ríður Ein­ars­dótt­ir fædd­ist í Reykja­vík 3. júní 1980. Hún varð bráðkvödd á heim­ili sínu í Kópavogi þann 25. sept­em­ber síðastliðinn aðeins 41 árs að aldri. Guðbjörg lætur eftir sig eina dóttur, Ivy Öldu Guðbjargardóttur, 19 ára.

Guðbjörg gekk í Snælandsskóla á yngri árum en þaðan fór hún í Fjölbrautaskólann við Ármúla þar sem hún lauk stúdentsprófi. Guðbjörg vann í menntamálaráðuneytinu sem móttökuritari til ársins 2002, en sama ár eignaðist hún dóttur sína, Ivy.
Guðbjörg lauk diplómu í fjármálum og reikningshaldi en árið 2006 lauk hún námi í lögreglufræðum. Guðbjörg starfaði sem lögregluþjónn í tíu ár.

Jóhanna systir Guðbjargar minnist hennar fallega í minningagrein í morgunblaðinu í dag. Ljóst er að þær systur hafi verið afar samrýndar.
„Þetta líf er svo ósann­gjarnt og sér­stak­lega á þess­ari stundu, aðeins 41 árs í blóma lífs­ins ertu tek­in frá okk­ur,“ skrifar Jóhanna og heldur áfram:

„Ósjald­an átt­um við það til að senda skila­boð á sömu sek­úndu með sömu hug­mynd­um eða þegar við spjölluðum að segja sama hlut­inn.“

„Frá því ég fædd­ist passaðir þú upp á mig og stóðst þig svo vel í stóru­syst­ur­hlut­verk­inu. Þegar ég lenti í einelti í grunn­skóla þá tókst þú mál­in í þínar hend­ur, sama hversu stór og sterk­ur einelt­is­segg­ur­inn var þá lét hann mig vera eft­ir að þú gekkst í mál­in. Ég leit alltaf svo upp til þín, var svo stolt að eiga stóra syst­ur í sama grunn­skóla en eðli­lega þótti þér pirr­andi að litla dýrið væri að reyna að troða sér með. Eft­ir mennta­skóla breytt­ist það og urðum við óaðskilj­an­leg­ar og eyddi ég ófá­um stund­um með þér og Ivy sem er mér svo dýr­mætt.“

Þá rifjar Jóhanna upp minningar milli þeirra systra og skrifar að lokum:

- Auglýsing -

„Ég mun gera mitt besta til að hjálpa Ivy Öldu og ég veit að öll fjöl­skyld­an mun hjálpa mér í því. Minn­ing þín lif­ir í hjört­um okk­ar og í Ivy.

Hvíl í friði elsku syst­ir og vin­kona, ég mun sakna þín mikið.“

Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -