Miðvikudagur 5. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Guðjón segir áður reynt að myrða stjórnmálamann á Íslandi- Jakob: „fyrir tíma samfélagsmiðla?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir að skotárás á bíl borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, sé því miður ekki einsdæmi á Íslandi. Á kreppuárunum hafi sambærilegt atvik átt sér stað í Vestmannaeyjum.

„Í janúar 1932 var skotið úr rifli á glugga á herbergi þar sem nokkrir af helstu forystumönnum kommúnista í Vestmannaeyjum voru samankomnir til að bera saman ráð sín um verkfall í bænum. Þeirra á meðal var Ísleifur Högnason, síðar þingmaður. Kúlan fór í gegnum gluggann en hæfði engan. Þetta var auðvitað banatilræði en aldrei var upplýst hver hefði skotið,“ segir Guðjón á Facebook.

Sumir hafa kennt samfélagsmiðlum eða athugasemdarkerfum fjölmiðla um árásina. Að aukin harka í stjórnmálum sé internetinu að kenna. Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, hæðist að þessu í athugasemd við færslu Guðjóns. „Í alvöru? Ég hélt að engin dæmi væru um nokkuð slíkt fyrir tíma samfélagsmiðla og athugasemdakerfa fjölmiðla?,“ spyr hann.

Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata,  er á svipuðum slóðum og skrifar líka athugasemd: „Gúttóslagurinn hefði aldrei orðið ef ekki hefði verið fyrir twitter.“

Stefán Pálsson sagnfræðingur nefnir að atvikin séu jafnvel fleiri. „Ég var að reyna að rifja upp um daginn en fann ekki – taldi Guðmundur Björnsson ekki að skotið hefði verið á hús sitt einu sinni eða tvisvar? Gott ef ekki vegna framgöngu hans í einhverjum málefnum Reykjavíkur. Andstæðingar hans vildu lítið úr þessu gera,“ segir hann og vísar til landlæknis sem var meðal annars landskjörinn alþingismaður 1916 til 1922.

Egill Helgason virðist telja að ef sagan er að endurtaka sig þá sé framhaldið ekki vænlegt. „Eitthvað gekk á í heiminum á þessum árum. Fáum árum síðar voru einungis fimm lýðræðisríki eftir í Evrópu. Ysta hægrið og ysta vinstrið hökkuðu í sig frelsið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -