Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Guðjón segir Reykjavík hafa verið viðbjóðslega – Rottur í öllum húsum og allt angaði af skólpi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reykvíkingar eiga  góðum fráveitum mikið að þakka ef marka má nýja bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings sem fjallar um skólpsögu borgarinnar. Aðstæður í Reykjavík voru einfaldlega viðbjóðslegar en hann lýsti þeim í Í Kiljunni í vikunni.

Rétt er að hafa í huga að þetta er ekki svo fjarlægt nútímanum en Nauthólsvík var til að mynda lokuð frá árinu 1969 til Það var til að koma í veg fyrir að fólk baðaði sig upp úr skólpi. Bók Guðjóns CLOACINA kemur út á vegum Veitna.

Áður en almennilegar fráveitur voru teknar í notkun þá var gífurlega fýla í borginni. „Það lagði af þessu fýluna og þetta var meira og minna stíflað og fyllt alls konar óhroða.“ Þegar sýklaheimurinn fór að uppgötvast fyrir alvöru þá náttúrulega sáu menn tengslin á milli þessa og alls konar sjúkdóma eins og til dæmis taugaveiki, og eftir að Reykjavík fór að vaxa mjög hratt eftir 1900 þá fjölgaði taugaveikistilfellum stigvaxandi ár frá ári.“

Lækjargatan var svo í raun opið holræsi, en þar rann allt rann klóak úr Holtunum „Reykvíkingar kölluðu hann í svona hálfkæringi hina ilmandi slóð,“ segir Guðjón. Í Austurstæti var svo Gullræsið eða Gullrennan eins og hún var kölluð vegna þess hve dýr hún þótti. „Menn voru ekki mjög fúsir til að eyða miklum peningum í svona, svo gárungarnir kölluðu þetta strax gullrennuna því hún þótti svo dýr.“

Fylgifiskar voru svo talsverðir. Guðjón nefndi sérstaklega rottur, sem voru í hverju einasta húsi. „Þær voru alls staðar úti í portum og þetta keyrði um þverbak á seinni heimsstyrjaldarárunum. Gríðarlegur rottugangur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -