Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Guðjón Þórðarson tjáir sig síðar – Allt logar í kringum íslenska landsliðið í fótbolta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég kannast ekki við ósætti milli mín og Eiðs Smára, nema þá að Guðjón Þórðarson viti eitthvað meira en ég,“ sagði Gylfi við 433.is í dag.

Vitnar Gylfi þar í ummæli Guðjóns í hlaðvarpsþættinum The Mike Show, en þar ýjaði Guðjón að því að ástæða þess að Gylfi hefði ekki gefið kost á sér í leikina í undankeppni HM vera ósætti á milli hans og Eiðs Smára, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins.

Gylfi segir aftur á móti einu ástæðuna fyrir því að hann hafi ekki gefið kost á sér í leikina vera að hann eigi von á barni og vilji ekki missa af fæðingu þess: „Það er því miður eina ástæðan þrátt fyrir að einhverjum hafi kannski þótt hitt vera skemmtileg saga.“

Því segist Gylfi lítið botna í ummælum Guðjóns Þórðarsonar um meint ósætti sitt og Eiðs Smára: „Þetta er bara kjánalegt að fyrrum landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari minn sé að segja þetta í einhverju viðtali, ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur,“ en Gylfi lék undir stjórn Guðjóns hjá Crewe Alexandra 2009.

„Það voru einhverjir sem spurðu mig út í þetta í gærkvöldi en venjulega myndi ég ekki svara svona. Mér líkar mjög vel við Eið Smára og vildi því hreinlega klára þetta mál strax,“ sagði Gylfi.

Segist Gylfi ekki vera búinn að ræða þetta við Eið Smára og segist ekki þörf vera á því vegna þess hve fjarri sannleikanum þetta sé: „ …maður varla nennir að svara fyrir þetta núna.“

- Auglýsing -

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari og Guðni Bergsson, formaður KSÍ hafa báðir tjáð sig um málið og segja ósætti á milli Eiðs og Gylfa ekki vera ástæðu þess að Gylfi gaf ekki kost á sér í landsleikina.

Í samtali við Mannlíf sagðist Guðjón Þórðarson ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo búnu. Hann ætlar að svara þessu á öðrum vettvangi síðar þegar hann væri búinn að ráðfæra sig við þá sem nauðsyn krefur.

Óhætt er að segja að allt logi í kringum landsliðið í fótbolta þessa dagana, en miklar deilur hafa verið í kringum fullyrðingar Arnars Þórs Viðarssonar, um að ekki hafi verið hægt að velja Viðar Örn Kjartansson í landsliðið fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM.

- Auglýsing -

Segir Arnar að lið Viðars, Vålerenga í Noregi, hafi ekki hleypt honum í verkefnið.
Samkvæmt reglum FIFA hefði liðið haft rétt á að meina Viðari að taka þátt í landsleikjunum, en svo virðist sem aldrei hafi reynt á það.

Viðar sjálfur segir þetta vera rangt hjá Arnari og bendir á að félagið hafi leyft liðsfélaga sínum hinum kanadíska Sam Adekugbe að taka þátt í sínum landsleikjum.

Segir Viðar Örn í samtali við Vísi þetta vera komið gott og segist ekki hafa mikinn áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið í fótbolta sem stendur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -