• Orðrómur

Guðlaugur býður smálánaskuldurum „kosta boð“ – Nýtir sér neyð ungra og illa staddra Íslendinga

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Guðlaugur Magnússon hefur í samkurli við breska BPO opnað samnefnt fyrirtæki hér á landi og keypt kröfusafn fimm smálána fyrirtækja. Fólk er varað við því að borga kröfurnar í blindni af meðal annars Neytendasamtökunum. Auglýst gylliboð fyrirtækisins hafa ekki gengið eftir og hafa um 1500 manns haft samband við Neytendasamtökin vegna málsins.

Hagnast á eymd og ógæfu annarra

Smálána fyrirtæki hafa mikið verið til umræðu í langan tíma. Þessi okurlána fyrirtæki hafa þrifist vel á því að veita fólki sem er oft á tíðum mjög illa statt og ungu fólki okurlán. Margir hafa farið mjög illa út úr viðskiptum sínum við téð fyrirtæki. Það taka afar fáir lán hjá þessum stofnunum að gamni sínu heldur af neyð sem kemur til af ýmsum ástæðum. Ungt fólk hefur svo því miður einnig leiðst út í að nota þessi okurlán oft vegna vanþekkingar en því miður einnig vegna fíknar, það sama á við aðra hópa ekki einungis ungt fólk. Einstaklingar sem hafa ánetjast spilafíkn hafa einnig vegna sjúkdóms síns nýtt þjónustuna. Það má því segja að fyrirtæki sem þessi þrífist á eymd fólks. Hvernig geta manneskjur sem kjósa sér það sem atvinnu að hagnast á eymd annarra, sofið á nóttinni? Samviskan er í það minnsta ekki mikið að þvælast fyrir þeim einstaklingum.

- Auglýsing -

Nýr eigandi

BPO innheimta í eigu Guðlaugs Magnússonar hefur nú fest kaup á kröfusafni 5 slíkra fyrirtækja Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla. Fyrirtækið bíður skuldurum það „kosta boð“, sem fyrirtækið kallar „frídaga“, að ef skuldirnar verði gerðar upp fyrir 15. maí næst komandi, munu dráttarvextir og innheimtukostnaður falla úr gildi og ekki innheimtir, höfuðstóll einungis greiddur. Áður hafði BPO sent fréttatilkynningu til fjölmiðla varðandi það að allir vextir og lántökukostnaður myndu falla niður að dráttarvöxtum undanskildum.

Allt við sama heygarðshornið

- Auglýsing -

Vandamálið er hins vegar það að fjöldi fólks fékk innheimtukröfur í heimabankann í gær með öllum þessum gjöldum. Ekki nóg með það þá hefur upphæðin í sumum tilfellum nærri tvöfaldast frá því í gær. Neytendasamtökin hafa tekið slaginn við téð fyrirtæki áður og láta sitt ekki eftir liggja í þetta sinn. Samtökin hvetja fólk til þess að gæta að því að skoða allar kröfur vel áður en þær eru greiddar. Hér má sjá grein Neytendasamtakanna um máið. Nánast allt sem snertir þessi fyrirtæki hérlendis er vafasamt, ólöglegir vextir innheimtir, fyrndar skuldir og fleira. Ekkert virðist hafa breyst við tilfærslu krafanna til BPO nema þær hafa hækkað ef eitthvað er.

Leitið til Neytendasamtakanna

Þeir sem hafa neyðst til þess að taka okurlán hafa fullan rétt á því að krefjast þess að skuld þeirra hafi í raun færst til BPO, en ekkert slíkt hefur borist til skuldarana. Skuldarar eiga EKKI að þurfa að leita eftir sönnunum sjálfir um að svo sé.

- Auglýsing -

Mannlíf hvetur einstaklinga sem standa í skuld við þessi okurlánafyrirtæki að leita aðstoðar hjá Neytendasamtökunum áður en nokkuð er aðhafst. Grunur leikur á því að stór hluti krafanna séu ólöglegar svo eitthvað sé nefnt.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -