Laugardagur 14. september, 2024
8.4 C
Reykjavik

Guðmunda hafnar hatrinu og fordómunum: „Það er alveg pláss fyrir fleiri homma og hælisleitendur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmunda G. Gunnarsdóttir skrifar grein undir yfirskriftinni: Daginn eftir og hinir 364.

„Það er hægt að halda mannesku niðri, en þá smátt og smátt veslast hún upp og hverfur. Það er líka hægt að lyfta manneskju upp og sjá hana blómstra í öryggi og ást.“

Bætir því við að „öll bóm eru falleg og eiga jafnan tilverurétt hvort sem það er Fífill eða hin fegursta rós, njótum fjörbreytileikans í öllum litum regnbogans, höfum blómagarðinn okkar litskrúðugann, maður getur alltaf á sig blómum bætt.“

Hún vill fagna „öllum þessum nýju hinsegin orðum, við verndum ekki íslenskuna með því að láta hana staðna, hún verður að fylgja tísku og straumum, annars deyr hún, hrósum frekar þeim sem bjuggu öll þessi flottu orð til á íslensku, annars væru þau á ensku, ekki væri það betra.“

Hún bætir þessu við:

„Ég er ekki búin að ná þeim öllum né skilja hvað þau standa fyrir en þetta síast smátt og smátt inn í minn gamla gráa haus“ og vill að við „veitum okkar nánustu öryggi og skjól til að vera þau sjálf, verum til staðar og elskum þau skilyrðislaust, þetta er nógu erfitt samt, þau verða að geta leitað til og treyst sínum nánustu því heimurinn er enn fullur af bjánum sem halda að þau og þeirra sé merkilegra eða meira en annara, lítilmenni sem finna þörf hjá sér til að níðast á öðrum vegna kynhnegðar, litarhafts, trúar eða þjóðerni án þess að sjá hvað það gerir þá sjálf lítil og ómerkileg.“

- Auglýsing -

Hún vitnar í orð eru eitt sinn voru látin falla og eru engum til sóma:

Er ekki nóg af hommum á Íslandi“ „sagði maðurinn eins og frægt er orðið og tókst með þessari litlu setningu að ráðast gegn tvem minnihlutahópum, hælisleitendum og hommum, eftir því sem ég kemst næst er svarið nei, það er alveg pláss fyrir fleiri homma og hælisleitendur, jafnvel samkynhneigða hælisleitendur ef út í það er farið.“

Endar pistil sinn svona:

- Auglýsing -

„Hver manneskja hið fegursta blóm, í ást og gleði vex og dafnar, hefjum upp okkar sterkasta róm, því ástin öllu hatri hafnar. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -