Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Guðmundi afar brugðið í Íslandsbanka: „Ég fór sjálfur inn í humátt á eftir honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Hrafn Arngrímsson horfði upp á fátækan eldri mann gleðjast yfir nokkrum aukakrónum sem gjaldkeri Íslandsbanka tilkynnti honum að væri að finna á bankareikningnum. Gamli maðurinn sagðist þá geta komist í búðina til að kaupa smávegis inn.

Guðmundur segir frá samskiptum sínum við manninn inni á spjallsvæði Sósíalistaflokksins á Facebook. Færsluna kallar hann „Örsaga úr landi tækifæranna“ og við skulum gefa Guðmundi orðið:

„Eldri mađur sem gekk viđ hækju sótti Íslandsbanka núna í morgunsáriđ. Hann sem var snyrtilegur en illa skýldur fyrir kuldanum, húkti þarna undir húshorni í norđanáttinni þar til ađ bankinn opnađi. Ég fór sjálfur inn í humátt á eftir honum þegar bankinn opnar, hljóp útúr hlýjum bílnum rétt í því þegar Gunnar Smári er að ljúka máli sínu á bítinu. Ég lenti svo fyrir aftan þennan „ósýnilega“ mann hjá gjaldkeranum,“ segir Guðmundur og heldur áfram:

„Hann talaði frekar hátt vegna heyrnaskerđingar og bađ um stöðuna á reikningnum. Hann taldi ađ hann ætti að eiga um 3.000 kr, ef hann hefði reiknađ rétt. Gjaldkerinn sagði honum að hann ætti heilar 13.000 kr inni á kortinu, og mađurinn gladdist mikið við þessar óvæntu fréttir. Hann bað um að fá 5.000 kr. og tjáir gjaldkeranum að þetta væri mjög óvænt, hann kæmist þá í búđina.“

Þegar Guðmundur var sjálfur búinn að fá afgreiðslu í bankanum mætti hann gamla manninum í andyrinu og bauð honum far þangað sem þyrfti. „Hann afþakkađi og sagđist hafa bjargađ sér hingað til. Við áttum stutt spjall saman um atburđi helgar og horfur. Ég horfði svo á eftir honum ganga hægum og haltrandi skrefum ađ strætóskýli í nokkur hundruđ metra fjarlægđ, þar sem hann beiđ drykklanga stund.“

Guðmundi finnst það kaldhæðnislegt að horfa upp á svo áþreifanlega tilvist fátækra strax eftir alþingiskosningarnar um helgina. „Stjórnarflokkarnir hafa hafnað tilvist þeirra tugþúsunda einstaklinga sem búa viđ fátækt. Samfélagiđ er drifiđ áfram af fátækt, hönnuđ og sköpuđ af þeim sem hafa farið međ völdin undanfarna áratugi. Enda er afkomörvænting einn helsti hvati mannsins ađ mati frjálshyggjufólks, sem og lækkar hún allar varnir hans og gefur ekki mikið pláss fyrir vangaveltur um framtíðina. Þetta er samfélagiđ sem við búum í, samfélag sem virkjar fátækt eins og hverja aðra auđlind,“ segir Guðmundur að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -