Þriðjudagur 28. mars, 2023
-2.2 C
Reykjavik

Guðmundur Andri líkir krónunni við bjórlíki: „Við gengum ekki svo langt að framleiða hundlíki“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson rifjar upp bjórbannið er ríkti hér á landi um áratugaskeið, en því var aflétt þann 1.mars árið 1989.

„Bjórbannið var eitt af íslensku sérbönnunum, eins og hundabannið. Afleiðingin var bjórlíki, drykkur sem samanstóð af spíra og pilsner, sem var afar bragðvont öl. Útkoman varð ekki eins og bjór – frekar en smjörlíki var eins og smjör – heldur eins og blanda af spíra og pilsner.“

Hledur áfram:

„Við gengum ekki svo langt að framleiða hundlíki, svo ég muni – þó rámar mig í fólk að ganga um með ketti í ól. Ég man hins vegar eftir fólki sem breiddi einskonar filmu yfir sjónvarpið svo að myndin virtist í smástund vera í lit. Litlíki. Myndir í lit þóttu mikil ósvinna, og var ýmsum þingmönnum Alþýðubandalagsins næstum jafn uppsigað við slíkan bjánagang og greiðslukort.“

Lokaorðin:

„Við höldum hins vegar enn í það gjaldmiðilslíki sem kallast krónan og er að valda okkur ýmsum búsifjum rétt eina ferðina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -