Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Guðmundur Felix fagnar handaafmælinu með pönnukökum: „Við erum nú formlega runnin saman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Felix Grétarsson fagnar í dag sex vikna afmæli nýju handanna sem á hann voru græddar í einstakri aðgerð á heimsvísu. Hann segir að nú séu hann og hendurnar formlega runnin saman þar sem liðamót og vöðvar hafi á þessum vikum náð að græðast.

Af þessu tilefni telur Guðmundur ástæðu til að fagna og af tilefninu birti hann mynd af því þegar hann borðar amerískar pönnukökur með sultu og sýrópi. Með myndinni segir hann:

„Í dag eru akkúrat sex vikur frá aðgerðinni. Það er merkilegt fyrir þær sakir að það  er tíminn sem það tekur liðamót og vöðvar að græðast. Ég er formlega runnin saman við líffæragjafann minn. Það þýðir auðvitað að ég á þetta skilið.“

Guðmundur Felix, sem sjálfur kallar sig handhafa í dag eftir að á hann voru græddir nýir handleggir á dögunum, hefur áður sagt frá því að hægt og rólega virðast hendurnar vera að ganga í gegnum umskipti og mynda nýja húð. Hann upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina.
Guðmundur Felix er sá fyrsti í heiminum til að fá grædda á sig handleggi annars manns og var það gert nákvæmlega 23 árum eftir að hann missti báða hendleggi sína í slysi. Nýlega birti hann myndir af höndunum sem líkaminn er nú byrjaður að hafna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -