Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Guðmundur Felix hrærður eftir einlæga kveðju Guðna forseta – Sjáðu forsetabréfið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Felix Grétarsson, sem fyrir tæpum tveimur mánuðum fékk grædda á sig nýja handleggi, er hrærður og hálf orðlaus eftir að bréf forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, barst sjúkrahúsinu þar sem aðgerðin var framkvæmd og Guðmundur liggur á sjúkrabeði.

12. janúar síðastliðinn gekkst Guðmundur Felix undir handleggjaágræðslu á Edouard-Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi þar sem hann hefur verið búsettur síðastliðin ár. Um var að ræða fyrstu aðgerð sinnar tegundar á heimsvísu. Guðmundur Felix er sá fyrsti í heiminum til að fá grædda á sig handleggi annars manns og var það gert nákvæmlega 23 árum eftir að hann missti báða hendleggi sína í slysi. Guðmundur upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina og Mannlíf hefur sagt reglulega fréttir af bataferlinu.

Guðmundur Felix fagnaði nýverið sex vikna afmæli nýju handanna sem á hann voru græddar í einstakri aðgerð á heimsvísu. Hann segir að nú séu hann og hendurnar formlega runnin saman þar sem liðamót og vöðvar hafi á þessum vikum náð að græðast. Guðmundur Felix, sem sjálfur kallar sig handhafa, hefur áður sagt frá því að hægt og rólega virðast hendurnar vera að ganga í gegnum umskipti og mynda nýja húð.

Í ljósi þessarar einstöku aðgerðar og góðra batahorfa Guðmundar Felix sendir Guðni forseti bréf á forsvarsmenn sjúkahússins í Lyon. Guðmundur segist hreinlega orðlaus:

„Ég er djúpt snortinn af þeim stuðningi sem ég er að fá. Það sem á köflum hefur verið einmanalegt ferðalag og útlitið oft virst ómögulegt þá upplifi ég nú drauminn. Forseti Íslands sendi bréf á skurðaaðgerðarteymið á dögunum. Ég er bæði auðmjúkur og þakklátur eftir lesturinn.“

Hér að neðan má finna lauslega þýðingu á bréfi Guðna forseta:

- Auglýsing -

„Í kjölfar hinnar hugrökku íhlutunar sendi ég ykkur hamingjuóskir mína og þakklæti íslensku þjóðarinnar. Öll þjóðin hefur fylgst með Guðmundi Felix eftir hið hræðilega slys. Þannig gátum við fylgst af aðdáun með styrk hans, seiglu, hugrekki og þolinmæði. 

Nú getur við einnig fylgst með hreysti ykkar og árangri. Ykkur hefur tekist það sem leit út ómögulegt fyrir skömmu. Með allri ykkar þekkingu og reynslu hafið þið sýnt hvað vísindin geta áorkað. Mannkynið best nú við válegan sjúkdóm. Fjöldi hefur látið skína í óþolinmæðina og lýst yfir efasemdum yfir mikilvægi vísindanna með lyfjum og bóluefnum. Stundum erum við svartsýn gagnvart vísindunum sem skapi jafnvel meiri vandræði en þau leysa. 

- Auglýsing -

Ykkar einstaka íhlutun sýnir vel að þróun vísindanna hafa ekki verið til einskis. Í anda samvinnu og samkennd hafa þið sýnt hvað vísindin geta áorkað. Þakklæti okkar er enn sterkara á þeim tímum þar sem við berjumst við vírus sem ógnað hefur lífi og heilsu svo marga víða um veröld. 

Það er enn of snemmt að segja til um árangur af aðgerð Guðmundar Felix. Hugsanir okkar eru hjá honum í endurhæfingunni sem framundan er og við vonum að útkoman verði gleðileg. Umfram allt, þá er enginn vafi á því að þið sem tókuð þátt þessari sögulegu aðgerð gerðuð ykkar besta. Það er ekki hægt að biðja um meira og þið hafið hlotið virðingu heillar þjóðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -