• Orðrómur

Guðmundur Felix með falleg minningarorð: „Frábær maður er fallinn frá“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hinn heimsþekkti skurðlæknir, Jean Michel-Dubernard, er fallinn frá.

Þótt Dubernard hafi verið kominn á eftirlaun var það hann sem hafði umsjón með rannsókn og aðgerð handaágræðslu Guðmundar Felix.

Jean Michel-Dubernard

- Auglýsing -

Guðmundur minnist Dubernard með fallegum orðum.

„Frábær maður er fallinn frá, Jean Michael-Dubernard.“

Segist Guðmundur Felix fyrst hafa hitt Dubernard á hóteli hans í Reykjavík í maí árið 2007.

- Auglýsing -

Dubernard var fumkvöðull í líffæraígræðslum og var hann fyrstur manna til að græða hendi á mann sem hafði misst hana. Árið 2000 varð hann einnig fyrsti skurðlæknirinn til að græða báðar hendur á handalausan mann. Og árið 2005 vakti hann heimsathygli þegar hann varð sá fyrsti til að græða andlit á konu, eftir að hún hafði hlotið alvarlega andlitsáverka.

„Ég spurði hvort hann teldi mögulegt að hann og hans teymi gætu ágrætt heilan handlegg. Hann sagðist ekki vita það, en hvert sem svarið yrði myndi hann styðja það vísindalega. The rest is history,“ skrifar Guðmundur Felix.

Guðmundur segist hafa seinast hitt Dubernard tveimur dögum eftir aðgerðina sína.

- Auglýsing -

„Hann hafði tekið lestina frá París þar sem hann bjó, til þess eins að hitta mig og segja mér að „berjast, berjast, berjast“.

Herra Dubernard, það er akkúrat það sem ég mun gera. Hvíldu í friði,“ skrifar Guðmundur Felix að lokum.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -