Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Guðmundur Felix sýnir handleggina í fyrsta sinn án umbúða – Myndir ekki fyrir viðkvæma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Guðmundur Felix Grétarsson birti rétt í þessu myndir af ágræddum handleggjum sínum í fyrsta sinn eftir að umbúðir og saumar voru fjarlægðir. Mannlíf varar við því að meðfylgjandi myndir eru ekki fyrir viðkvæma.
Nú hafa saumar verið teknir og umbúðir fjarlægðar.
Guðmundur Felix er sá fyrsti í heiminum til að fá grædda á sig handleggi annars manns og var það gert nákvæmlega 23 árum eftir að hann missti báða hendleggi sína í slysi. Guðmundur Felix birtir myndirnar í dag og með þeim fylgi eftirfarandi text:
„Svona lítur þetta út eftir að saumarnir voru teknir í dag.“
12. janúar síðastliðinn gekkst Guðmundur Felix undir handleggjaágræðslu á Edouard-Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi þar sem hann hefur verið búsettur síðastliðin ár. Um var að ræða fyrstu aðgerð sinnar tegundar á heimsvísu. Hann finnur meiri draugaverki en áður og er farinn að geta hreyft upphandleggina dálítið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -