Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Guðmundur Franklín gerir upp forsetakosningarnar: „Þetta er ofboðslegt skrímsli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi fjallar um kosningabaráttuna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. Þar fer hann hörðum orðum um ríkisstjórnina og fjölmiðla á Íslandi og segir hvoru tveggja ala á sundrungu.

„Það kristallaðist margt í þessari kosningabaráttu. Hvernig þetta kerfi stendur allt saman. Hann [þ.e. Guðni Th. Jóhannesson, innsk. blm.] er höfuð kerfisins og þótt hann sé ekki höfuð kerfisins þá er honum stjórnað af kerfinu. Kerfið birtist mér bara eins og einn veggur. Og það var merkilegt hvernig fjölmiðlarnir allir stóðu með forsetanum og kerfinu. Fyrir utan tvo fjölmiðla … Mér tekst samt sem áður að ná þarna í einhver tíu prósent á einhverjum þremur mánuðum. Það er mjög gott og frábært alveg. Kannski með meiri vinnu myndi maður ná meira fylgi,“ segir Guðmundur á myndskeiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann fer yfir forsetakosningarnar.

„Þeir sem stýra umræðunni eru fjölmiðlarnir,“ heldur hann áfram. „Fjórða valdið er fjölmiðlarnir og það kom svo greinilega fram … hvað þeir sýndu tennurnar og hvað þeir standa fyrir … Það er í raun enginn munur á milli þeirra, þótt það sé blæbrigðamunur. Það er eins og fjórflokkurinn. Það er í raun einn flokkur. Fjórflokkurinn og fjórða valdið, þetta er allt það sama, nema angi hvert af öðru. Svo bætist inn í þetta spilling … og spillingin þarf náttúrulega peninga. Og peningarnir koma úr útgerðinni. Stóru útgerðinni. Frá þessum stóru útgerðamönnum. Frá þessum stóru félögum sem teygja anga sína út um allan heim og haga sér eins og kóngar í ríki sínu. Þeir stjórna fjórflokknum og fjölmiðlunum og öfugt. Þannig að þetta er algjör Hydra. Þetta er rosalegt skrímsli eða kvikindi og það er ofboðslega erfitt að höggva af því hausinn því það kemur nýr haus strax upp. Og það er í rauninni með marga hausa, skilurðu.“

„Fólk sem hagar sér svona er ekkert annað en pakk og versta tegund af pakki.“

Vandar Guðmundur Franklín blaðastéttinni á Íslandi ekki kveðjurnar og segist ekki hafa áttað sig áður á því „hverslags aumingjar íslenskir blaðamenn og fréttamenn eru. Þetta eru algjörir aumingjar, flestir af þeim, flestir af þeim. Auðvitað sannar undantekningin regluna, en flestir af þeim eru bara útsendarar og fá borgað fyrir … Þetta eru leigupennar. Það hefur ekkert breyst,“ segir hann og les því næst upp úr pistili sem hann hefur skrifað, undir fyrirsögninni Fjölmiðlasamsteypurnar, fjórða valdið, eru angi af fjórflokknum, með millifyrirsögninni Óvinir lýðræðis og fullveldis? Þar veltir Guðmundur Franklín meðal annars fyrir sér hvað gerist „þegar 90 prósent af fjölmiðlum er stýrt af fjórum fyrirtækjum. Hvað gerist þegar þessum fjórum fyrirækjum er stýrt af sömu pólitísku hugmyndafræðinni,“ spyr hann. „Hvað gerist þegar fréttir eru ekki lengur hlutlausar. Hvað gerist þegar maður getur ekki lengur treyst fréttaflutningi og hlutleysi fréttamanna. Hvað gerist þegar fréttir eru ekki lengur trúðverðugar. Hvað gerist þegar fréttir verða einfaldlega framlenging af stefnu stjórnmálaflokkanna … Hvenær verða fréttir af áróðri … Af hverju nota fjölmiðlamenn alltaf sömu orðin. Er þetta skipulagt? Og þá af hverjum er þetta skipulagt. Af einhverjum á fjölmiðlunum auðvitað, eða einhverjum svona PR-agentum. Mönnum sem segja að þetta eigi vel við.“

Guðmundur Franklín segir að þetta sama fólk og stýri fjölmiðlum og sé í pólitík sé á móti samheldni þjóðarinnar. „Þau vilja draga fólk í dilka. Og þau vilja egna fólk upp á móti hvert öðru. Þau gera þetta á ýmsan hátt og lymskulegan hátt. Þau s.s. vilja sundrungu. Og þetta kjaftæði um samheldni, þetta er bara kjaftæði. Þau vilja sundrungu. Á því lifa þau. Af hverju erum við búin að rífast um kvótakerfið í 30 ár? Af hverju erum við búin að rífast um verðtrygginguna í 30 ár? Af hverju erum við búin að rífast um hina og þessa hluti svona lengi? Það væri löngu búið að laga það ef vilji væri fyrir hendi, því get ég lofað ykkur. En þetta pakk vill ekki samstöðu eða samheldni … Fólk sem hagar sér svona er ekkert annað en pakk og versta tegund af pakki.“ Hann segir að sundruð sé þjóðin veik fyrir og engin fyrristaða þessa fólks og áhrifum þess. Á meðan svo sé geti umrætt fólk leyft sér allt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -