• Orðrómur

Guðmundur Franklín hjólar í ríkisstjórnina og RÚV: „Þarna innanhúss er ómerkilegasta fólk sem ég hef kynnst“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðmundur Franklín Jónsson fer ófögrum orðum um ríkisstjórnina og starfsfólk RÚV.

„Þarna innanhúss er ómerkilegasta fólk sem ég hef kynnst … Þessi manneskja þarna, þessi Jóhanna Vigdís leyfði mér ekki að klára eina setningu. Og maður getur ekki gripið fram í fyrir konu þá er maður að ráðast á konu, sagði Guðmundur Franklín í beinni á Facebook og á þar við um Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fréttakonu sem stýrði Kastljósi á RÚV, þar sem Guðmundur Franklín og mótherji hans í forsetakosningnunum Guðni Th. Jóhannesson tókust á.

Fór Guðmundur Franklín hörðum orðum um RÚV og starfsfólk þess, sérstalega Jóhönnu Vigdísi, sem hann sakar um að hafa lokað á málefnalega umræðu og segir það lýsandi fyrir vinnubrögðin á RÚV. Bara það sem Jóhanna Vigdís sagði við mig … Við tölum ekki um neitt sem við höfum talað um áður. Þarna var lokað á fyrirtæki forsetafrúarinnar …. og Uppreisn æru-málið og landsréttar málið þar sem hann hefur hugsanlega valdið þjóðinni skaða. Það var lokað að á allt sem skiptir máli. Þetta gerir Ríkisútvarpið og þannig eru vinnubrögðin, sagði hann en undanskildi þó fréttamennina Einar Þorsteinsson og Heiðar Örn Sigurfinnsson og hafði sérstakt orð á því að Einar hefði staðið sig vel í aðdraganda kosninganna.

„Maður getur ekki gripið fram í fyrir konu þá er maður að ráðast á konu.“

Guðmundur gagnrýndi sömuleiðis harklega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna. Nú kemur þessi kona sem stjórnar landinu með stjórnarskrárbreytingar … Þau ætla að taka út 26 grein. Það á að taka málskotsréttinn af þjóðinni … og öll þessi blöð sem fjórflokkurinn og útgerðin á, þau segja bara að forsetaembættið þurfi 6.5000 meðmælendur. Það er bara talað um þetta eins og þetta sé aðalatriði, en aðalatriðið er að verið er að taka 26 grein burt … Þetta lið vill ekki beint lýðræði.

Sagðist forsetaframbjóðandinn ætla að halda áfram pólitískri umræðu og á þeim vettvangi sem hann hefur kosið sér, YouTube og Facebook, þar stjórni fjórflokkurinn ekki. Hann þvertók þó fyrir að hann væri á leiðinni í pólítik. Það væri gríðarleg vinna að stofna flokk eins og hann þekkti af eigin raun.

Þá óskaði Guðmundi Franklín íslensku þjóðinni til hamingju með valið á Guðna Th. Jóhannessyni í embætti forseta. Hann ætli ekki að breyta neinu næstu fjögur árin.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -