Föstudagur 13. september, 2024
10.8 C
Reykjavik

Guðmundur fyrrum bæjarstjóri flytur frá Ísafirði: „Höfum lært heilmikið um mannlegt eðli og innræti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Gunnarsson hætti störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðar í lok janúar, en hann var ráðinn til starfsins í ágúst árið 2018.

Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ sagði að ástæða starfsloka væri ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins og telja aðilar það sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji.

Í færslu sem Guðmundur birti á Facebook í dag segir hann að fjölskyldan hafi tekið ákvörðun um að flytja frá Ísafirði, en Guðmundur er fæddur og uppalinn fyrir vestan, í Bolungarvík.

„Við höfum ákveðið að flytja frá Ísafirði. Það var ekkert endilega augljósasti kosturinn í stöðunni eftir starfslokin í janúar. Hér hefur okkur liðið mjög vel, keypt okkur hús, börnin hafa aðlagast og við notið þess að vera nálægt vinum, fjölskyldu, fjöllum og heimahögum,“ segir Guðmundur og bætir við að fjölskyldunni finnist þau ekki lengur velkomin fyrir vestan.

„Það er sannarlega skrítin tilfinning að finnast maður ekki lengur velkominn í samfélaginu sem ól mann upp. En þannig er það nú samt. Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna.“

Segist Guðmundur ekki vilja búa í samfélagi þar sem „fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau.“

- Auglýsing -

Góðar minningar og vinir

Guðmundur segir að fjölskyldan hafi eignast góða vini og samstarfsfélaga, auk minninga á þeim tíma sem þau hafa búið þar og þau séu reynslunni ríkari eftir tímabil hans sem bæjarstjóri. Einnig hafi þau lært heilmikið um mannlegt eðli.

„Við flytjum því að heiman öðru sinni á lífsleiðinni en förum héðan með stútfullan bakpoka af skínandi góðum minningum. Hér eigum við marga góða vini og fyrrverandi samstarfsfélaga. Fólk sem við treystum, vitum að skilur málavexti og þekkir okkur. Við erum reynslunni ríkari og höfum lært heilmikið um mannlegt eðli og innræti. Bæði dökkar hliðar og ljósar. Dökku minningarnar ætlum við að skilja eftir fyrir vestan. Flokka þær sem spilliefni. Þær ljósu tökum við með okkur á nýjan stað. Til moltugerðar og næringar,“ segir Guðmundur.

- Auglýsing -

„Vestfirðir munu samt alltaf eiga hjörtu okkar. Það breytist ekki. Framtíðin er björt. Sjáumst síðar. Takk og bless.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -