Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Guðmundur í Viðreisn: „Ef það verður niðurstaðan þá leitum við til Mannréttindadómstóls Evrópu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Gunnarsson frambjóðandi Viðreisnar, sem kærði framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi segir algerlega útilokað að sætta sig við að seinni talning í kjördæminu fái að standa; málinu verði klárlega vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu ef Alþingi þá niðurstöðu.

Komið hefur fram að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa sé nú að leggja lokahönd á greinargerð um rannsókn á framkvæmd þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi; greinargerðin verður gerð opinber í byrjun næstu viku.

Eftir því sem heimildir Mannlífs herma mun nefndin setja fram tvo kosti sem Alþingi þarf að greiða atkvæði um: Að boðað verði til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi, og verði sú tillaga felld mun Alþingi greiða atkvæði um lögmæta kjörbréfa þeirra 63 þingmanna sem voru kosnir á þing – og þar með staðfesta seinni talninguna í kjördæminu.

Ef svo skyldi fara að meirihluti Alþings staðfestir ekki kjörbréf þingmanna verður að boða aftur til kosninga á landinu öllu og þá verða ekki greidd sérstök atkvæði um kjörbréf þeirra þingmanna sem komust á þing eftir að atkvæðin voru endurtalin.

Atkvæðagreiðslan fer fram á næstkomandi fimmtudag.

Að því er heimildir Mannlífs herma eru mjög skiptar skoðanir um málið innan þingflokka, og líklegt að meirihluti hafni uppkosningu og láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi standa.

- Auglýsing -

En þar með er ekki öll sagan,mögulega hálfnuð.

Fimm frambjóðendur sem duttu út eftir að atkvæði voru endurtalin kærðu framkvæmd kosninganna, eins og margoft hefur komið fram.

Heimildir Mannlífs herma að mikill vilji sé á meðal fimmmenninganna að vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, ef svo færi að Alþingi staðfesti seinni talninguna.

- Auglýsing -

Guðmundur Gunnarsson er einn þeirra en hann leiddi lista Viðreisnar í kjördæminu:

„Ef það verður niðurstaðan sem ég neita að trúa, ætlum við að setja okkur sem ungt lýðveldi á táningsaldri í rauninni í þau spor, að þá getur maður ekki annað en fylgt málinu eftir af krafti; ekkert annað í boði.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -