Föstudagur 25. nóvember, 2022
6.1 C
Reykjavik

Guðmundur Ingi skýtur Jón dómsmálaráðherra í kaf: „Mér finnst hálf hjákátlegt að halda þessu fram“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eins og staðan er núna hefur engin tillaga verið lögð fram um móttökubúðir fyrir flóttafólk hér á landi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið búðir fyrir flóttafólk í neyð hvorki vera á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar né ráðuneytisins.

Hann segir einfaldlega að móttökubúðir fyrir umsækjendur um vernd, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur talað um undanfarið, sé ekki stefnuskrá ríkisstjórnarinnar:

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

„Ég lít á þetta sem póli­tískar skoðanir. Þeim er auðvitað algjörlega frjálst að hafa sínar pólitísku skoðanir en þetta er ekki stefna mín sem ráðherra sem fer með þjónustu við flóttafólk og þetta er ekki stefna ríkisstjórnarinnar,“ segir Guðmundur Ingi sem segir einnig að enginn rökstuðningur hafi komið fram til að fylgja eftir hugmyndinni.

Dómsmálaráðherra hefur sagt stjórnleysi ríkja á Íslandi vegna aukins fjölda umsækjenda um vernd; við því þurfi að bregðast hratt með uppsetningu flóttamannabúða, en því er Guðmundur Ingi alls ekki sammála:

„Ég á svolítið erfitt með að átta mig á því hvar þetta stjórnleysi er og þess vegna finnst mér umræðan svolítið absúrd. Mér finnst hálf hjákátlegt að halda þessu fram þegar mörg önnur ríki standa frammi fyrir mun stærri áskorunum en við,“ segir Guðmundur Ingi.

- Auglýsing -

Stjórnleysið sem Jón tali um tilheyri ekki þeim hluta málaflokksins sem hann sjálfur stýri:

„En ráðherra verður náttúrulega sjálfur að svara fyrir það hvort það sé í þeim hluta sem hann stýrir.“

Að sögn Guðmundar Inga er ráðuneytið og Vinnumálastofnun ekki að sjá sjá þörfina fyrir sérstakar móttökubúðir, gæluverkefni Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra; Guðmundur Ingi segist frekar sjá ókosti við slíkar búðir. Hann nefnir einnig að hann og Jón dómsmálaráðherra hafi ekki rætt saman um málið:

- Auglýsing -

„Hann hefur ekki komið fram með neinar tillögur svo hægt sé að ræða þetta á einhverjum slíkum grundvelli. Ég vil bara undirstrika að þetta er ekki mín skoðun,“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -