• Orðrómur

Guðmundur með lausnina á íslenska heilbrigðiskerfinu: „Þetta er auðvitað algjör tímaskekkja“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Guðmundur Óskarsson, matreiðslumaður og lipur penni, skrifaði nýlega pistil inni á hópsíðu Sósíalistaflokksins á Facebook. Þar veltir hann fyrir sér námslánakerfinu og mögulegum breytingum á því.

Í pistlinum segist Guðmundur hafa verið á gönguferð og látið hugann reika að námlánakerfinu „hið rammíslenska.“ Segir hann að ástæðan fyrir því að skaparinn hafi gefið honum tvenn eyru og einn munn, sennilega vera þá að hann telji heppilegra að hann hlusti helmingi meira en hann tali. Þá segist Guðmundur alltaf leggja sérstaklega við hlustir þegar hann talar við ungt fólk. Í kjölfarið biður hann lesendur að ímynda sér unga manneskju sem sé nýstúdent og sé að huga að framhaldsnámi. Hana langi að starfa við eitthvað sem hún hefur áhuga á út alla starfsævina og fer til dæmis í hjúkrunarnám. „ Hjúkrunafræði tekur 5 ár að nema og ég verð sennilega með um 12 milljónir á herðunum í námsskuldir eftir nám,“ segir Guðmundur og heldur áfram, „þess utan er það í flestum tilfellum vaktavinna sem er ekki mjög fjölskylduvæn. Launin eru ekkert sérstaklega há og ég verð mörg ár að borga verðtryggða námslánið mitt.“ Til samanburðar nefnir Guðmundur lögfræðina og segir vinnutímann þar mun fjölskylduvænni og launin mun hærri, „og ég get lokið við að borga námslánið mitt fljótt upp.“ Einnig segir Guðmundur að í lögfræðinni geti maður unnið heima hjá sér sem geri starfið enn fjölskylduvænna.

Og þá kemur Guðmundur að kjarna máls síns, „er námslánakerfið ástæða þess að fleiri hundruð manns er í lögfræðinámi á Íslandi og skortur er á námsfólki í heilbrigðiskerfinu?“ Veltir Guðmundur svo fyrir sér í framhaldi af spurningu sinni, hvort við Íslendingar gætum ekki gert eins og Norðmenn gera, „það er að fella niður helminginn af námsskuldunum eftir ákveðinn tíma í starfi t.d 5 ár eða 10 ár. í þeim starfsgreinum þar sem vantar fólk. Danir hækka námsstyrki til þeirra til að beina fólk á þær brautir þar sem vantar fólk til starfa.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -