Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Guðmundur segir Katrínu siðblinda: „Hendir 9.244 kr. í eldri borgara en hrifsar til sín 73.000 kr.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnsamband, segir Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórn hennar siðblinda. Hann segir þetta í ljósi þess að  þau ætla einungis að hækka ellilífeyri um 9.244 krónur. Á sama tíma hækkar Katrín um 73 þúsund krónur.

Guðmundur deilir frétt Vísis um launahækkun Katrínar og skrifar á Facebook: „Gjáin milli þróun ellilífeyris og launa. Enn eina ferðina velur ríkisstjórnin þá leið að veitast að eldri borgurum og bregða fyrir venjubundnum reiknikúnstum. Ríkisstjórnin rökstyður mál sitt með fullyrðingu um að frá janúar 2017 til júlí í ár hafi neysluvísitalan hækkað um 10,6% en bætur almannatrygginga um 20,5%. Þessi forsenda er röng, enn eina ferðina bregða þingmenn fyrir falsútreikningum. Óskertur ellilífeyrir hefur á þessu tímabili nefnilega hækkað um 12,3%, ekki 20.5%,“ skrifar Guðmundur.

Hann útskýrir þetta svo nánar: „Ef fullyrðing ríkisstjórnarinnar væri reist á réttum útreikningum liti dæmið svona út: Ellilífeyririnn var 228.734.- kr. árið 2017. Ef við hækkum þá tölu um 20,5%, eins og ríkisstjórnin fullyrðir, þá væri ellilífeyririnn í dag 275.600.- kr. En ellilífeyririnn er hins vegar í dag einungis 256.789 kr. Ef réttur ellilífeyrir væri hækkaður um 3,6% eins reiknað er með í fjárlagafrumvarpinu þá ætti hann að hækka í 285.500.- kr. Ríkisstjórnin hafnar sáttatillögu eldri borgara um að lífeyrir hækki jafnmikið og önnur laun eða um 15.750.- og ellilífeyrinn yrði þá 272.539.- kr. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að hækka ellilífeyri einungis um 9.244.- kr. þeas í 266.033.- kr. Það vantar þannig 19.467.- kr. upp á að ellilífeyririnn væri eins hann ætti að vera,“ segir Guðmundur.

Hann segir þetta enn ein svikin við eldri borgara. „Ríkisstjórninn heldur áfram að svíkja eldri borgara með ómerkilegum reiknikúnstum. Það er ekki nóg að leggja allt að 80% jaðarskatta á þann sparnað sem launamenn eiga í lífeyrissjóðum. Gjáin milli þróun ellilífeyris og launa á vinnumarkaði hefur farið vaxandi s.l. 4. ár. Ríkisstjórnin stefnir á að skilja ellilífeyrisþega eina eftir og hafnar því að ná sátt við þennan sem á engan málsvara, hefur ekki samningsrétt og er því algjörlega háður ákvörðun stjórnvalda. Það verður áhugavert á heyra af tillögum um launahækkanir alþingismanna sem eiga að koma til framkvæmda um n.k. áramót. Ríkisstjórninni finnst nóg að henda 9.244 kr. í eldri borgara en Katrín finnst eðlilegra að hrifsa til sín 73.000 auk fulls jólabónus!! Siðblindan á fullu stími“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -