Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að Íslendingar væru ekki hrifnir af innflytjendum sem höguðu sér eins og frændur okkar í Vesturheimi. Vestur-Íslendingar hafi reynt að forðast að aðlaga sig að samfélaginu þar. Slíkt væri ekki vinsælt á Ísland að mati Guðmundar.
„Sé fyrir mér þorp á Íslandi þar sem innflytjendur einnar þjóðar búa allir saman út af fyrir sig. Halda fast í sínar hefðir og menningu. Nefna göturnar eftir götum í heimalandinu. Halda sínar hátíðir. Ekki? Af hverju finnst okkur þá allt svona kúl við Vestur-Íslendinga?,“ spyr Guðmundur á Twitter og bætir svo við það:
„Svo stolt af þeim að aðlagast ekki heldur búa til sitt eigið Ísland. Í Kanada. Hvernig getur aðlögunarkrafa einnar þjóðar verið svona mikil einstefnugata?“