• Orðrómur

Guðmundur skólastjóri hjólar í áhrifavalda: „Ég á satt að segja ekk­ert ein­asta and­skot­ans orð“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Erum við virki­lega á leiðinni inn í sams kon­ar tíma og ríkti á dög­um Rann­sókn­ar­rétt­ar­ins?“
Í Morgunblaðinu í dag má finna grein sem Guðmundur Oddson sendi inn í blaðið. Þar fjallar hann um hvernig áhrifavaldar hafa tjáð sig um hita mál síðustu daga og furðar sig á því að þeim virðist ekkert óviðkomandi .

Guðmundur tekur sem dæmi viðtal í kastljósi á dögunum en þar er rætt við áhrifavald.
„Þar lýsti hún þeirri skoðun sinni að sá sem brotið hefði af sér gagn­vart ann­arri per­sónu skyldi nán­ast bann­færður það sem hann ætti eft­ir ólifað. Gilti þá einu hver ætti í hlut. Ef viðkom­andi væri rit­höf­und­ur, tón­skáld, söngv­ari, mynd­list­armaður eða skap­andi listamaður ætti að banna að spila lög­in hans á sam­fé­lags­miðlum, taka mál­verk­in niður og setja þau á ein­hvern stað þar sem eng­inn sæi þau og fleira í þess­um dúr.‘‘

Guðmundur bætir svo við að það væri hægt að líta  eins langt aftur í tímann og fyrstu ár kristninnar og sjá að meira að segja á þeim tímum, efuðust menn um hvort nokkur maður væri með öllu syndlaus.

- Auglýsing -

„Það hef­ur nefni­lega verið hægt að horfa á breysk­leika manns­ins og fyr­ir­gefa. Erum við virki­lega á leiðinni inn í sams kon­ar tíma og ríkti á dög­um Rann­sókn­ar­rétt­ar­ins? Þar réðu afar þröng sjón­ar­mið kaþólsku kirkj­unn­ar og þeir sem hlýddu ekki of­ur­valdi kirkj­unn­ar fengu að finna til tevatns­ins,‘‘

Í ljósi fregna frá Afganistan síðustu daga segir Guðmundur að kastljósþátturinn fyrrnefndi hafi minnt hann óþægilega á talíbanana.
„Þar er engu eirt og allt sem tengja má við vest­ræn sam­skipti er glæp­ur í þeirra aug­um. Áhrifa­vald­ur­inn í áður­nefnd­um Kast­ljósþætti minnti mig óþægi­lega á talíban­ana í Af­gan­ist­an, þar sem dóm­harka og of­stæki ráða för.‘‘

Guðmundur endar svo pistil sinn á því að vitna í skáld.

- Auglýsing -

„Ef þess­ir siðapostul­ar sem nú tröllríða sam­fé­lags­miðlum og for­dæma allt og alla halda áfram sinni iðju, þá er full ástæða til að taka und­ir með skáld­inu, sem sagði: „Ég á satt að segja ekk­ert ein­asta and­skot­ans orð.“‘‘

Pistilinn má nálgast í heild sinni á mbl.is

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -