Þriðjudagur 25. janúar, 2022
4.8 C
Reykjavik

Guðmundur: „Vandræðalegt hvernig RÚV lætur sölumenn vonlausra hugmynda nota sig sem gjallarhorn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðmundur Hörður Guðmundsson fyrrverandi blaðamaður og núverandi kynningar- og vefstjóri hjá H.Í. sendir RÚV tóninn:

„Ég velti stundum fyrir mér hvort fjölmiðlafólk læri ekki af reynslunni. Hér er mættur maður sem hefur haldið uppi nokkrum delluhugmyndum á lofti í fjölmiðlum, t.d. olíuhreinsistöð á Vestfjörðum og hafnargerð í Finnafirði,“ segir Guðmundur Hörður og á þar við Hafstein Helgason verkfræðing hjá Eflu og vísar í þessa frétt.
Bætir við:
„Nú erum við víst að missa af lestinni í framleiðslu rafeldsneytis og ættum samkvæmt honum virkja 5.000 MW með vindorku – eins og sjö Kárahnjúkavirkjanir.“
Heldur áfram ótrauður:
„Það er orðið dálítið vandræðalegt hvernig RÚV lætur sölumenn vonlausra hugmynda nota sig sem gjallarhorn. Þar fá þeir að æpa tilbrigði við stefið „Build the Wall“ án þess að fréttamenn leggi sjálfstætt mat á umfjöllunarefnið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -