Sunnudagur 1. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Guðmundur var dæmdur hér á landi fyrir samkynhneigð: „Samræði gegn náttúrlegu eðli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Sigurjónsson glímukappi var eini maðurinn á síðustu öld sem var dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi. Sá dómur féll árið 1924 en þágildandi hegningarlög sögðu þá samræði gegn náttúrulegu eðli verðskulda fangelsisvist.

Það er Gísli Jökull nokkur sem fjallar um málið í hópnum Gamlar ljósmyndir á Facebook. „Guðmundur Sigurjónsson glímukappi og dómur hans 1924. Guðmundur var vinsæll maður, mikill glímumaður, framamaður í íþrótta, æskulýðs og góðtemplarastarfi en hann var samkynhneigður. Guðmundur var ötull bindindismaður og vann að því að uppræta ólöglega áfengisframleiðslu. Varð það til þess að hann eignaðist óvildarmenn. Kæra var lögð fram gegn honum árið 1923 fyrir aðrar sakir en þar kom líka fram að hann væri, á þeirra tíma tali, kynvillingur,“ segir Gísli og bætir við:

„Kæran sjálf var felld niður en viðamikil rannsókn fór fram á þessum alvarlega glæp og endaði það með dómi. Tveir læknar gengu ötullega fram í því að segja að lögin frá 1869 væru í engum takti við samtímann og hvergi væru menn lengur dæmdir fyrir samkynhneigð nema að það væri gegn ungmennum og var refsing hans að lokum stytt en dóminn fékk hann engu að síður. Guðmundur náði aftur fótum í lífi sínu en var um alla ævi litinn hornauga af sumum.“

Jón nokkur lýsir Guðmundi sem afbragðs íþróttamanni. „Guðmundur var ekki hár vexti og fremur grannur en lipur og snjall glímumaður og dómur samtímamanna var sá að hann væri besti glímumaður síns tíma að öllu samanlögðu. Snarpur keppnismaður en glímdi alltaf drengilega og sýndi andstæðingum sínum virðingu,“ segir Jón.

Steinunn tekur þátt í umræðu um málið. „Mikið er þetta glæsilegur maður. – Þetta er sorgleg saga,“ segir Steinunn. Og Laufey er sömu skoðunnar. „Glæsimenni, sorglegt að lesa um illa meðferð á manneskju,“ segir Laufey.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -