Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Guðni bólusettur með AstraZeneca

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var bólusettur fyrr í dag. Hann fékk bóluefnið frá AstraZeneca en fjögur þúsund Íslendingar munu fá það einnig í vikunni. RÚV greinir frá þessu. Guðni var léttklæddur, líkt og óskað var eftir, en á bol hans mátti sjá listræna túlkun á víkingaklappinu. Nærri 40 þúsund verða bólusettir í þessari viku.

Guðni segist gífurlega þakklátur á Facebook. Þar skrifar hann: „Í morgun fékk ég bóluefnið AstraZeneca gegn Covid-19. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta fyrst starfslið í bækistöðvum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem efnið er sett í sprautur og annar undirbúningur fer fram. Svo lá leiðin niður í Laugardalshöll. Ég segi það hreina satt að mér leið eins og fram undan væri spennandi landsleikur og í höllinni voru móttökurnar ekki síðri. Fagmennska og hlýja einkennir þar hvert handtak. Ég ítreka þakkir mínar, fyrir hönd þjóðarinnar, til allra sem sinna þessum mikilvæga þætti í baráttu okkar við farsóttina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -