Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Guðni hafnar staðhæfingum Ómars: „Hann verður bara að skýra það og ég hef ekki náð í hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, neitar orðum samskiptastjóra sambandsins um að Guðna hafi borist ábending um að tveir leikmenn landsliðsmenn hafi verið sakaðir um kynferðisofbeldi. Kemur þetta fram í frétt Vísis.

Ómar Smárason.

Samkvæmt Kjarnanum segir deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, Ómar Smárason að sambandinu hafi borist tilkynning um kynferðisofbeldi gegn konu, innan landsliðsins. Barst tilkynningin samkvæmt Ómari í júní á þessu ári.

Í samtali við Vísi segir Ómar á atvikið að hafa gerst eftir leik karlaliðs Íslands gegn Danmörku í september í lok ágúst árið 2010. Segir Ómar ennfremur að ábendingunni hafi verið fylgt eftir með formlegri tilkynningu í lok ágúst. Fullyrðir hann að Guðni hafi fengið ábendingarnar á sitt borð. „Ég bara veit að það var á borði Guðna og hann var bara með það mál.“

Þessu neitar sem sagt Guðni í samtali við Vísi og segist ekki kannast við að hafa séð ábendingar um þetta tiltekna mál. Segist hann þó hafa fengið nafnlaust bréf í hendur í byrjun júní þar sem fullyrt sé um kynferðisofbeldi landsliðsmanna. Þar hafi hins vegar ekkert nafn verið nefnt. Segir hann aukreitis að þetta bréf sé það eina sem honum hafi borist er snúa að kynferðisbrotum landsliðsmanna.

Spurður út í orð Ómars segist Guðni ekki vita hvaða ábendingar hann sé að tala um. „Hann verður bara að skýra það og ég hef ekki náð í hann. Þetta er eina bréfið sem mér hefur borist og ég veit ekki til þess að einhver önnur bréf hafi borist.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -