Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Guðni þarf að þrýsta á Disney svo Púmba tali aftur íslensku – Menningararfur bak við lás og slá

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari segir nauðsynlegt að þrýsta á Disney svo íslensk talsetning á teiknimyndum fyrirtækisins síðustu áratugi glatist ekki. Hann segir að helst þyrfti forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, að beita sér fyrir því að þessi menningararfur hverfi ekki með öllu.

Jóhannes segir á Facebook: „Hakuna Matata þýðir „engar áhyggjur”. Þetta vitum við afþví Púmba sagði okkur það. En hann gerir það ekki lengur. Nú segir hann bara “It means no worries” eða “Det betyder ingen problemer”. Disney á gríðarlegt magn talsetninga á þessu 1200 ára gömlu tungumáli okkar, sem er eitt af elstu tungumálum heims sem enn er talað. Það hlýtur að skipta okkur máli að þetta sé gert aðgengilegt.“

Hann segir áratuga vinnu þarna að baki. „Við þurfum að ná eyrum þeirra sem hafa þennan fjársjóð undir höndum. Væri ekki upplagt fyrir t.d embætti forseta Íslands að beita sér fyrir því að sá menningararfur sem leynist í áratugavinnu þýðenda og flytjenda við talsetningu á kvikmyndabálki Disney verði gerður aðgengilegur á streymisveitu samsteypunnar, Disney+?,“ spyr Jóhannes.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -