Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Guðríður: „Of margir læknar eru í faginu peninganna vegna og einn dró sambýlismann minn til dauða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lára Guðrún Jóhönnudóttir hefur vakið mikla athygli fyrir færslu sína á samfélagsmiðli og ekki hafa athugasemdir við skrif hennar vakið minni athygli.

Talað er um lækna.

„Fyrir tæpu ári drap læknir mig næstum því vegna þess að ég var of snyrti­leg,“ skrifar Lára og bætir við:

„Ég var að deyja hægum og kvalafullum dauða úr ógreindri sykursýki eitt. Þá þykknar í manni blóðið og þetta svipar til hægfara heilablæðingu,“ skrifar hún og nefnir að „ég var búin að missa fjórtán kíló á nokkrum mánuðum og helminginn af hárinu; Drakk sextán lítra af vökva á dag vegna djöflaþorsta; var með spasma í fótum – sár sem höfðu ekki gróið vikum saman; sveppasýkingar, og hugræn geta var nær engin: Og fleiri einkenni sem fylltu A4 blað.“

Lára segist hafa gengið á „milli lækna; alltaf sama svar: „Bara streita.“ Kalíumgildi voru það lág að fólk er lagt inn á spítala með hraði og gefið inngjöf i æð til að koma í veg fyrir hjartastopp eða að lungu falli saman. Tennur voru líka byrjaðar að losna.“

Hún segir að „læknirinn hunsaði blóðgildi og kallaði þau tilfallandi. Hlustaði ekki á mig og reyndi ítrekað að finna út hvað ég væri að gera sjálfri mér, og spurði: „Notarðu áfengi? Misnotarðu lyf? Ertu með átröskun?“

- Auglýsing -

Að mati Láru var hún of „snyrtileg. Og vel að máli farin. Ég kunni að tjá mig og leit ekki út fyrir að vera deyjandi; en örvæntingarfull í augunum. Hefði dáið í svefni milli jóla- og nýárs ef hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild hefði ekki bent mér að láta mæla blóðsykur.“

Og þá kom ásstæða veikinda Láru í ljós: Sykursýki eitt.

Hún telur algerlega „orðið tímabært að sleppa tökunum af fordómum og fyrir fram gefnu áliti byggt á útliti fólks. Þegar fólk er langveikt þá er gott fyrir sálina að klæða sig upp þegar maður á erindi eitthvert. Að fara til læknis er eins og að fara í leikhús. Tilefni til betri umhirðu. Ég sé eftir því að hafa farið í fallegu vetrarkápuna mína og sett á mig farða og reynt að greiða hárið þannig að það sæist ekki hversu þunnt það væri. Hversu tekin ég væri í andlitinu. Það var næstum dauðadómur minn.“

- Auglýsing -

Eins og áður kom fram hafa skrif Láru vakið mikla athygli og Guðríður Sveinbjörnsdóttir ritar athugasemd:

„Því miður held ég að það sé raunin að læknar dæma út frá útliti og klæðaburði, en ekki út frá sögu viðkomandi. Hver vill fara illa til fara, óhreinn og illa lyktandi til læknis? En kannski þess þurfi til að fá bót meina sinna? Allt of margir læknar eru í þessu fagi peninganna vegna en ekki af hugsjón. Góð byrjun á viðtali hjá lækni: „Það er nú varla mikið að þér – þú lítur svo vel út,“ og eftir „smá pot og pikk“ kemur „ég hef ekki hugmynd um hvað er að þér.“

Þá kemur spurning frá mér: „Á þá að rannsaka þetta eitthvað meira?“ Og „svar almættisins er nei, en þú ert velkomin aftur ef þú versnar.“

Ég fór heim slatta fátækari en í sömu stöðu og er þar enn. Það er dásamlegt að geta rukkað háar upphæðir fyrir svona þjónustu. Þetta á að heita góður taugalæknir sem afgreiddi mig svona. Ein álíka saga dró sambýlismann minn til dauða.“

Guðbjörg Ragnarsdóttir skrifar einnig athugasemd og segir að hún „þekki nokkrar svona sögur og einn dró barnsföður minn til dauða.“

Sigurbjörg Jónsdóttir sendir samúðarkveðju og segir að „allt of margir læknar sem ég hef kynnst eru útbrunnir og löngu hættir að nenna að vinna vinnuna sína, sem er alltof oft, og að sjálfsögðu lífshættulegt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -