• Orðrómur

Guðrún djákni er látin: „Við stöndum eftir með sorg í hjarta“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Guðrún Kristín Þórsdóttir, djákni og leiðsögumaður, var jarðsungin í kyrrþey síðstliðinn miðvikudag. Hún var 71 árs gömul er hún lést eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn.

Guðrún fæddist í Reykjavík 6. janúar 1950. Hún lauk sjúkraliðanámi, BA-gráðu í sálarfræði og diplómanámi í djáknafræðum. Guðrún lauk jafnframt viðbótarnámi í sálgæslufræðum, hugrænni atferlismeðferð, sálgreiningu og leiðsögunámi.

Um tíma vann Guðrún sem sjúkraliði á barnadeild Landakotsspítala. Hún setti á stofn og rak stoðbýli fyrir minnissjúka, Foldabæ, og var framkvæmdastjóri Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Árið 2013 greindist eiginmaður Guðrúnar með Alzheimersjúkdóminn. Í gegnum árin hefur hún sinnt manni sínum af alúð auk þess að hlúa að öðrum í svipaðri stöðum.

- Auglýsing -

Blessuð sé minning Guðrúnar.

Guðrún starfaði sem djákni innan Þjóðkirkjunnar í 16 ár og var einn af brautryðjendunum hvað varðar mótun djáknaþjónustunnar innan þjóðkirkjunnar og var formaður Djáknafélags Íslands í nokkur ár. Hún starfaði meðal annars í Áskirkju, á hjúkrunarheimilinu Skjóli, Öryrkjabandalaginu og í Laugarneskirkju.

Útivist, hestamennska og ferðalög voru hennar aðaláhugamál. Af vinum er henni lýst sem gríðarlega duglegri, ósérhlífinni og einstakrar manneskju. Vinkonur hennar minnast yndislegrar vinkonu í minningargrein í Morgunblaðinu. „Elsku Gunna vinkona okkar er ekki meðal okkar lengur en þeir sem marka djúp spor verða áfram með okkur þrátt fyrir að vera farnir á braut. Við stöndum eftir með sorg í hjarta en líka þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Gunna var stór karakter, hæfileikarík og huguð og vakti kjarkur hennar og þor til að takast á við hlutina aðdáun okkar hinna.“

- Auglýsing -

Bjarni Karlsson prestur minnist líka einstakrar mannesku í minningargrein en þau störfuðu saman í Laugarneskirkju. „Ég kveð Guðrúnu með sérstakri þökk og virðingu. Guðrún mætti ætíð vel undirbúin og hvort heldur hún flutti hugvekju eða gamanmál var inntakið ætíð það sama: Virðing og samlíðun með fólki í Jesú nafni. Með Guðrúnu er gengin einstök manneskja og dýrmætur kirkjunnar þjónn,“ segir Bjarni.

Vinir Guðrúnar úr djáknasamfélaginu senda einnig sínar hinstu kveðjur til yndislegrar vinkonu. „Við erum sorgmædd og okkur skortir orð þegar við nú kveðjum elskulega vinkonu okkar og samverkakonu. Við kynntumst í gegnum nám, starfsnám og samstarf í djáknasamfélaginu. Guðrún var yndisleg persóna sem eftir var tekið, glæsileg heimskona með víðtæka þekkingu, hláturmild, örlát og sannkallaður vinur vina sinna.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -