Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Guðrún Eva gerir vel við sig á afmælisdaginn: „En annars er ég aðallega að skrifa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn ástsæli, Guðrún Eva Mínervudóttir er afmælisbarn dagsins. Guðrún Eva er fædd á því herrans ári 1976, sem þýðir að hún er 46 ára í dag.

Guðrún Eva vakti fyrst athygli með smásagnasafni sínu Á meðan hann horfir á þig ertu María mey sem kom út árið 1998. Síðan hefur hún gefið út eina ljóðabók og þó nokkrar skáldsögur sem fengið hafa stórgóðar viðtökur. Hafa verk hennar hlotið bæði tilnefningar og verðlaun af ýmsum toga í gegnum tíðina. Nýjustu tilnefninguna hlaut hún fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af en það var Norðurlandaráð sem tilnefndi hana árið 2021.

Mannlíf heyrði í afmælisbarninu og spurði hvað það ætlaði að gera í tilefni dagsins, ef eitthvað.

„Ég ætla ekki að halda sérstaklega upp á daginn, en fer samt út að borða í kvöld. Ég er að kenna aðeins í LHÍ en annars er ég aðallega að skrifa.“

Mannlíf óskar Guðrúnu Evu innilega til hamingju með afmælið!

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -