Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Guðrún lést í blóma lífsins: „Ég mun ekki kveðja þig því þú verður hjá okk­ur áfram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Hrund Sigurðardóttir, fyrrverandi ritstjóri og myndlistarmaður, lést á líknardeild Landspítalans 3. september 2021 eftir baráttu við krabbamein.

Hún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um við Sund árið 1981 og kenn­ara­próf frá tex­tíl­deild kenn­ara­há­skól­ans 1985. Þá útskrifaðist hún sem fata­hönnuður frá Kø­ben­havns mode- og design skole 1989. Lengst af starfaði hún sem fata­hönnuður og kenn­ari en á árunum 2001-1012 var Guðrún Hrund blaðamaður, stílisti og síðar rit­stjóri tíma­rits­ins Gest­gjaf­ans. Hún þótti einstakur samstarfsmaður og naut vinsælda.

Allt til dán­ar­dags var Guðrún Hrund sjálf­stætt starf­andi mynd­list­armaður. Nú síðast í galle­rí Art67 á Lauga­vegi.

Margir minnast Guðrúnar Hrundar í minningargreinum. Dóttir hennar minnist móður sinnar á fallegan hátt. „Mamma var svo jarðbund­in og gaf góð ráð. Öllu sem lífið lagði á mömmu mætti hún af já­kvæðni og bjart­sýni. Stund­um fannst mér hún óhóf­lega bjart­sýn en það var ef­laust henn­ar leið til að kom­ast í gegn­um erfiðleika. Mamma lét veik­ind­in aldrei stoppa sig í því sem hana langaði að gera. Allt fram á síðasta dag talaði hún um jól­in og hvað hún ætlaði að gera með okk­ur. Eng­in upp­gjöf eða nei­kvæðni. Það dýr­mæt­asta sem mamma hef­ur gefið mér er vinátta okk­ar systkina. Það er ómet­an­legt að eiga bróður sem er manns besti vin­ur. Enda spurði ég mömmu oft hvernig ég ætti að haga upp­eld­inu á stelp­un­um til að þær verði eins mikl­ir vin­ir og við Lalli.“

Tengdadóttir Guðrúnar Hrundar minnist glæsilegrar tengdamóður. „Ég man svo skýrt dag­inn sem við hitt­umst fyrst, ég var svo stressuð en samt svo ótrú­lega glöð. Þegar ég kynnt­ist þér þá áttaði ég mig á því að tím­inn skil­grein­ir ekki hversu mikið maður get­ur elskað ein­hvern. Hversu mikið maður get­ur dáðst að og virt ein­hvern. Svo komst þú mín kæra tengda­mamma – svo glæsi­leg og svo ein­stök. Svo el­eg­ant og fín­leg og viðhorf þitt til lífs­ins.“

Þá minnist bróðir hennar á hana einnig. „Ég kvaddi Guju í hug­an­um og hún mig rúmri viku áður en hún fór. Það var ekki eig­in­leg kveðju­stund því eins og ég sagði við hana: „Ég mun ekki kveðja þig því þú verður hjá okk­ur áfram.“ Minn­ing­arn­ar og áhrif­in sem hún hafði á mig munu lifa með mér alla tíð.“

- Auglýsing -

Mannlíf þakkar Guðrún samfylgd og vottar ættingjum hennar samúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -