Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Guðrún Sóley tekur Sporið fyrir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Sóley Gestsdóttir er umsjónarmaður nýrrar þáttaraðar, Sporið, sem hefst á laugardag á RÚV.

Þáttaröðin sem er í sex hlutum fjallar um dans í víðasta skilningi og leitað verður svara við fjölmörgum spurningum um dans, hvers vegna fólk dansar, hvernig dansgleðin kviknar og hvers vegna sumir fæðast flinkir dansarar en aðrir taktlausir flækjufætur.

Farið verður yfir sögu dansins á Íslandi, mismunandi danstegundir kannaðar og við kynnumst því hvernig dansinn brýst fram á ólíklegustu stöðum.

Þættirnir eru framleiddir af Skot í samstarfi við RÚV.

  1. þáttur:

Í fyrsta þætti skoðum við hvernig dansinn fylgir okkur frá fæðingu og jafnvel fyrr. Við komumst að því hvenær við tökum fyrstu danssporin og rýnum í það af hverju sumir virðast fæddir til að dansa en aðrir eru flækjufætur. Af hverju eru sumir með næma tilfinningu fyrir takti en aðrir taktlausir með öllu? Við rýnum í hvernig dansinn breytist milli æsku-, unglings- og fullorðinsára og komumst að því hver er aðalávinningurinn af honum.

  1. þáttur:

Tvist, diskó, rokk og breik. Reglulega brjótast út dansæði sem fá alla heimsbyggðina til að stíga í takt við sömu tónlist. Ísland lætur ekki sitt eftir liggja og við tökum kröftuglega þátt í nýjustu dansbylgjunum. Í þessum þætti kynnumst við stærstu dansæðunum á Íslandi, rifjum upp gamla takta og kynnumst goðsögnum á borð við Sæma Rokk, Freestyle-Elmu Lísu og Stefán Baxter breikara.

- Auglýsing -

  1. þáttur:

Dans getur verið innblásin listgrein og afslöppuð tómstundaiðja. Stundum er hann settur í annað samhengi og verður að keppnisíþrótt. En hvernig er keppt í dansi og hvað er dæmt? Hvort er dans íþrótt eða list? Við ræðum við keppnisdansara og danslistamenn til að komast að niðurstöðu um þetta álitamál.

  1. þáttur:

Dans talar til okkar á ólíka vegu. Hann hreyfir við okkur, veitir útrás en miðlar líka mikilvægum skilaboðum. Þegar við sameinumst í dansi leysist kraftur úr læðingi sem knýr áfram breytingar á afstöðu og hugmyndum. Í hverju er felst pólitískur máttur dansins og hvernig brýst hann fram?

- Auglýsing -

  1. þáttur:

Við dönsum hversdags, við dönsum spari. Dansinn gegnir ótal ólíkum hlutverkum í lífinu, hann býr til samstöðu, losar um hömlur og léttir lundina. Við stígum mótmæla- og mökunardans, stígum merkingarhlaðinn fyrsta dans og kærulausan hversdagsdans. Í þessum þætti af Sporinu kynnumst við dansi sem örlagavaldi í lífi fólks – þegar dansinn kveikir neista sem verða að ýmiss konar báli.

  1. þáttur:

Þörfin fyrir að dansa brýst út við ólíklegustu aðstæður. Við dönsum ein, umkringd fólki, í myrkri, sundi og á sjúkrahúsum. Dansgleðin trompar aðstæður, kunnáttu og takmarkanir – alls staðar finnur hún sér farveg. Í þessum þætti kynnumst við dansi sem lækningu og lausn á ýmiss konar vanda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -