Laugardagur 24. september, 2022
10.8 C
Reykjavik

Guðrún vildi hringja í lögguna út af brjáluðum götusópara um miðja nótt í smáíbúðahverfinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðrún Gestsdóttir, íbúi í smáíbúðarhverfinu, virðist alls ekki sátt með þá þjónustu borgarinnar að bjóða upp á götusópun í hverfinu um miðjar nætur.

Guðrún lætur óánægju sína í ljós í hverfisgrubbu 108 hverfisins á Facebook. „Getur maður hringt í lögregluna út af þessum brjálaða götusópara á Bústaðarveginum kl. 3:30 að nóttu?,“ segir Guðrún.

Í hópnum hefur skapast heit umræða og eru skiptast skoðanir um þessa þjónustu borgarinnar. Sumir þetta óboðlegt á meðan aðrir telja þetta eina tíma sólarhringsins til að sinna götusópuninni. Silvía Garðarsdóttir fellur eiginlega í báða hópana. „Sennilega verður að gera þetta á þessum tíma, en þetta var óþolandi heyrði líka hér í Fossvoginum,“ segir Silvía.

Anna María Valtýsdóttir er ekki hrifin af hávaðanum sem af þessu hlýst. „Lífsnauðsynlegt að eiga eyrnatappa að grípa við svona aðstæður,“ segir Anna.
Sigurður Ingi Halldórsson segir að líklega sé best að líta á jákvæðu hliðarnar. „Þú getur getur hringt á lögregluna 24/7, en er ekki fínt að göturnar séu sópaðar, þetta er varla hverja nótt?,“ segir Sigurður.
Eiríkur Sigurðsson segir Guðrún að hætta að kvarta. „Þetta er bara væl. Hvenær eiga þeir annars ađ sópa? Þú átt bara ađ fagna því ađ göturnar séu sópađar, þađ er ekki svo oft sem þađ gerist,“ segir Eiríkur. Og Guðrún svarar Eiríki auðvitað. „Snemma à morgnanna? Seint à kvöldin? Óþarfi að vera með stæla. Það kom mér virkilega á óvart hversu mikill hávaði var af þessu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -