Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Guðrúnar yfirlæknis á sóttvarnarsviði minnst: „Hún nestaði alla vel upp til framtíðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði landlæknis, er látin langt fyrir aldur fram. Hún lést á heimili sínu síðastliðinn þriðjudag eftir hetjulega baráttu við krabbamein.  Hún skilur eftir sig eiginmann og börn.

Guðrún var meðal fremstu lækna á Íslandi á sviði sóttvarna ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Haraldi Bríem, fyrrverandi sóttvarnarlækni. Hún hafði starfað sem yfirlæknir á sóttvarnarsviði svo áratugum skiptir þrátt fyrir ungan aldur. Um tíma var hún settur sóttvarnarlæknir. Eftir hana liggja fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greinar.

Þrátt fyrir veikindi þá hélt Guðrún áfram störfum og var hún til að mynda skipuð fyrsti varamaður í samstarfsnefnd um sóttvarnir í sumar. Síðasta viðtal hennar í fjölmiðli var þann 28. febrúar síðastliðinn. Þá fyrr um daginn hafði fyrsti Íslendingurinn greindst með COVID.

Bróðir hennar, Sigurgeir Sigmundsson tónlistarmaður, kvaddi hana á Facebook á dögunum með einstaklega fallegum minningarorðum. Mörg hundruð manns hafa nú sent honum samúðarkveðjur.

„Elsku Gunna systir kvaddi þennan heim á þriðjudag eftir hetjulega baráttu við krabbamein, aðeins 59 ára gömul. Hún var litla systir mín en samt fannst mér hún alltaf vera stærri, skynsamari og betri en ég og það fannst mér gott. Það var frábært að leita til hennar því hún var heiðarleg, ráðagóð og sýndi mér það svo oft að henni þótti vænt um stóra bróður sinn. Við Hildur syrgjum Gunnu systur og hugur okkar er hjá Gylfa og krökkunum. Eina huggunin nú er að hún nestaði alla vel upp til framtíðar með orðum sínum og gjörðum. Farðu í friði elsku Gunna mín.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -