Þriðjudagur 3. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Gulli um sjálfsvíg systur sinnar:„Varð aldrei reiður út í hana, en ég varð reiður út í sjálfan mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnlaugur Helgason – sem allir þekkja undir nafninu Gulli Helga – er einn af vinsælari útvarpsmönnum Íslands, og líka afar vinsæll sjónvarpsmaður. Hann hefur starfað við fjölmiðla áratugum saman.

Gulli Helga var gestur vikunnar í Einkalífinu.

Í viðtalinu opnar hann sig í fyrsta skipti um systurmissi; elsta systir Gulla svipti sig lífi árið 2004:

„Þetta breytti manni að því leytinu til að maður fór kannski aðeins að hugsa meira inn á við. Maður fór að bera meiri virðingu fyrir lífinu.“

Erfiðar tilfinningar gerðu eðlilega vart við sig hjá Gulla:

Ég varð aldrei reiður út í hana, en ég varð kannski reiður út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki hringt oftar í hana, athugað með hana og dregið hana út í göngutúr og haft ekki meiri áhyggjur af henni út af hennar þunglyndi. Ég hugsa oft um hana, mjög oft.“

- Auglýsing -

Óhætt er að mæla með þættinum enda fer Gulli út um víðan völl, hefur frá miklu að segja; ræðir um upphafsárin í útvarpi; leiklistarnám í Los Angeles; útvarpsþáttinn Tveir með öllu og öll árin í Bítinu á Bylgjunni; um þættina Gulla Byggi og um eiginkonu sína og börn, framtíðina og ýmislegt fleira.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -