Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Gullna reglan blívur víst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

Eftir / Óttarr Proppé

Árið 2015 fór ég um Miðausturlönd að kynna mér flóttamannavanda Sýrlendinga. Ástandið var misjafnt. Við hittum fólk sem mátti ekki vinna, var jafnvel strangt til tekið „ólöglegt“ og átti á hættu að vera rekið til baka yfir landamærin aftur þangað sem stríðið hafði svipt það öllu. Það hékk í reiðileysi í tjöldum bakvið öskuhauga eða í hálfbyggðum húsum og hreysum. Því miður eru sennilega margir þar enn þá.

Þau sem ég hitti voru alveg eins og ég. Höfðu fylgst með sama sjónvarpsefni og ég og heimsótt fleiri söfn í London og París en ég í sumarfríum áður en hörmungarnar breyttu öllu. Hvernig getur manneskja í eðli sínu verið „ólögleg“? Það er ekkert kristilegt við það eins og amma mín hefði orðað það. Samt fann maður víðast hvar tregðu við að hjálpa þessu fólki í neyð. Heima í Evrópu var aldeilis tregðast við og er enn. Það er ekki fallegt.

Tyrkneska borgin Gaziantep við landamæri Sýrlands skar sig úr. Borgarstjórinn þar sagði það vera skyldu allra að taka vel á móti bræðum okkar og systrum. Og það gerðu borgarbúar. Og gera enn eins og rakið er í Guardian á dögunum. Þessi tæpra tveggja milljóna manna borg hefur vaxið um þriðjung. Hundruð þúsunda Sýrlendinga fóta sig í nýju landi. Matarmenning ókrýndrar gourmet-höfuðborgar Tyrklands hefur fengið enn nýjar víddir. Menning, mannlíf og viðskipti blómstra. Þar er friðvænlegt. Það er fallegt.

Nú aðskilja Bandaríkjamenn börn frá foreldrum sínum og læsa í fangabúðir og búr. Á Ítalíu eru sett lög sem skipa um að fangelsisvist bíði þeirra sem hjálpa flóttafólki í neyð. Þetta er ömurlegt. Þetta er ljótt.

Það er sagt að öll trúarbrögð eigi sína útgáfu af gullnu regluninni Að maður skuli koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig. Gullna reglan er enn þá í fullu gildi. Gleymum því aldrei.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -