Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gummi Kíró útskýrir gjaldþrotið: „Það má segja að þetta hafi byrjað í Covid“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það má segja að þetta hafi byrjað í Covid,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekkur sem Gummi kíró, um gjaldþrot félags síns, GBN-2024 ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota í sumar. Áður en félagið fór í þrot breytti Guðmundur nafni félagsins sem áður hét Kíróprak­torastöð Reykja­vík­ur ehf.

Guðmundur opnaði sig um gjaldþrotið í viðtali við Smartland þar sem hann útskýrði hrakfarirnar sem að hans sögn urðu vegna þess að röð mistaka gerði það að verk­um að skuld­ir söfnuðust upp hjá fé­lag­inu þegar kórónaveiran geysaði. Fyr­ir­tæki höfðu fengið þann mögu­leika að frysta greiðslur til skatts­ins og staðgreiðslu vegna launa sem hann nýtti sér á sín­um tíma. Gummi segir að laun hjá fyr­ir­tæk­inu hafi verið há og skuld­in hækkað hratt.

„Ég náði að lækka heild­ar­skuld­ir heil­mikið niður en síðasti hjall­inn var skatt­ur­inn og á end­an­um náði ég ekki að semja við hann. Skatt­ur­inn er harður hús­bóndi þegar kem­ur að rekstri,“ segir Gummi við Smartland.

Hann segist hafa náði að greiða aðrar skuldir. Gummi sameinaðist í september Líf Kíró sem er í eigu Vign­is Þórs Bolla­son­ar. Sameiningin nær þó væntanlega aðeins til starfskrafta hans en fyrirtæki Gumma er nú í höndum skiptaráðenda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -