Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Gunnar Birgisson jarðsunginn í dag: „Eig­um eft­ir að sakna þinn­ar djúpu viskuradd­ar og hlát­urs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er gott að búa í Kópa­vogi,“ drundi í hon­um, eins og gera mundi úr tröll­un­um í fjöll­un­um og urðu óhagg­an­leg sann­mæli eft­ir því sem leið á tím­ann sem Gunn­ar hafði mest áhrif í bæn­um,“ skrifar Davíð í minningarorðum um Gunnar Inga Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóra og alþingismanns.

Gunnar verður jarðsunginn frá Lindakirkju í dag kl. 13. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Gunn­ars er Vig­dís Karls­dótt­ir sjúkra­liði.

Fjöldi fólk hefur votta minningu Gunnars virðingu sína. „Gunni var harðdug­leg­ur, fylg­inn sér, barðist fyr­ir sinni sann­fær­ingu, hafði gott hjarta­lag, var frænd­ræk­inn og ætt­ræk­inn og fylgd­ist vel með sínu fólki. Mik­ill er miss­ir okk­ar allra. Takk fyr­ir sam­leiðina, elsku Gunni,“ skrifa þau Sigrún Bryndís, Karl Ágúst og Hafsteinn Hörður.

„Við þökk­um þér fyr­ir að vera okk­ur sterk fyr­ir­mynd, kenna okk­ur lífs­ins lex­í­ur, vera ráðgjafi okk­ar í gegn­um súrt og sætt en fyrst og fremst fyr­ir að vera okk­ar ein­lægi vin­ur og faðir. Við eig­um eft­ir að sakna þinn­ar djúpu viskuradd­ar og hlát­urs um ókomna tíð,“ skrifa dætur Gunnars, þær Brynhildur og Agnes.

„Pabbi inn­rætti okk­ur gott vinnusiðferði. Hann var jafn­rétt­issinnaður og gerði sömu kröf­ur til okk­ar og strákanna í sum­ar­vinn­unni hvort sem það var í vega­vinnu eða að grafa skurði fyr­ir hita­veitu­lagn­ir. Hann hvatti okk­ur til mennta og að sækja fram í líf­inu til jafns við stráka. Hann kenndi okk­ur að spyrja og greina kjarn­ann frá hism­inu,“ skrifa þær systur ennfremur.

Gunn­ar var menntaður verkfræðingur og starfaði lengi sem slíkur. Gunn­ar var fyrsti varaþingmaður fyr­ir nú­ver­andi Suðvest­ur­kjör­dæmi árið 1992, var alþing­ismaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn fyr­ir sama kjör­dæmi frá 1999 til 2006. Bæj­ar­stjóri Kópa­vogs frá 2005 til 2009. Gunn­ar var bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar frá 2015 til 2019 og var tíma­bundið sveit­ar­stjóri Skaft­ár­hrepps árið 2020. Gunn­ar rak jafn­framt verk­fræðistof­una Grund­un og sinnti ýms­um ráðgjaf­ar­störf­um fyr­ir fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög.

- Auglýsing -

Gunn­ar gegndi fjöl­mörg­um stjórn­un­ar- og fé­lags­störf­um, hann var m.a. formaður Verk­taka­sam­bands­ins frá 1986 til 1991, vara­formaður þess frá 1985 til 1986, sat í fram­kvæmda­stjórn Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands á ár­un­um 1985 til 1992 og var vara­formaður þess frá 1989 til 1992. Gunn­ar var odd­viti sjálf­stæðismanna í Kópa­vogi frá 1991 til 2009, formaður bæj­ar­ráðs Kópa­vogs­bæj­ar frá 1991 til 2005. Auk þess gegndi hann for­mennsku í stjórn LÍN frá 1991 til 2009.

Gunn­ar var mik­ill áhugamaður um brids og skák, skipu­lagði mót og keppti sjálf­ur.

Auk útfarar frá Lindakirkju kl. 13 verðu streymt frá henni Sam­skipa­höll­inni í Spretti svo og á net­inu:

- Auglýsing -

htt­ps://​www.sonik.is/​gunn­ar

Hlekk á streymi má finna á:

htt­ps://​www.mbl.is/​andlat

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -