Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Gunnar: „Bítlarnir voru að reykja; gat einhver lögga í Keflavík stoppað okkur í að prófa það líka?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Þórðarson er afkastamikið tónskáld en hann hefur samið um 800 lög sem geta plokkað í strengi tilfinninganna eins og gítarleikari plokkar í strengi gítarsins. Hann er enn að semja en sjúkdómurinn kemur í veg fyrir að fingurnir hlýði. „Ég get spilað smávegis en puttarnir svara mér ekki alveg.“ Hann rifjar hér meðal annars upp árin með Hljómum, minnist á vínið og fíkniefnin og auðvitað tónlistina, til dæmis trúarlega tónlist. Hér er brot úr viðtali Reynis Trausta við Gunnar:

Svo var það Trúbrot. Gunnar segir að Árni Johnsen hafi komið með hugmyndirnar að nöfnum hljómsveitanna.

Gunnar viðurkennir að Hljómar hafi staðið hjarta hans nær heldur en Trúbrot.

„Við vorum allir vinir,“ segir hann um Hljóma, „Trúbrot var ekki svoleiðis.“

Hann kom líka meðal annars nálægt Ríó Tríói; útsetti til dæmi fyrir þá.

Gunnar segir að þeir hafi aldrei hreykt sér af frægðinni.

- Auglýsing -

„Við vorum dálítið á jörðinni. En náttúrlega vínið,“ segir hann. Og fíkniefnin. Það fréttist af neyslunni og var Trúbrotsmönnum bannað að spila í Reykjavík. Og víðar. Húsleit var gerð þar sem fannst kannabis.

„Það var lögga í Keflavík sem var alltaf á eftir okkur. Bítlarnir voru að reykja; gat einhver lögga í Keflavík stoppað okkur í að prófa það líka? Það bara passaði ekki.“

Gunnar segir að það að verða bannfærðir hafi verið mjög erfitt. „Ég man ekki mikið eftir þessum tíma,“ segir hann um þann tíma. „Ég er ekki með gott minni. Þetta var mjög erfitt.“

- Auglýsing -

Svo hætti Gunnar að drekka.

„Ég fór ekki í meðferð, en ég hringdi í gamlan skólabróður minn sem ég vissi að var mikið innviklaður í SÁÁ og ég spurði hvort ég gæti ekki komið með honum á AA-fundi. Og ég fór á fjóra AA-fundi.“ Gunnar segir að það hafi haft mikil áhrif að heyra hvað aðrir væru að ganga í gegnum. „Það var eiginlega nóg.“

Hann talar um helgarrútínu. „Og það var orðið of mikið.“

Hér fyrir neðan má svo lesa viðtalið í heild sinni í glænýju jólablaði Mannlífs:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -