Hjá Miðflokknum voru framboðslistar í Norðausturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi samþykktir.
Formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiðir lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Í næstu tveimur sætum á lista er að finna Þorgrím Sigmundsson og Ágústu Ágústsdóttur.
Nýr oddviti tekur við völdunum í Norðvesturkjördæmi eftir að Bergþór Ólason flutti sig á höfuðborgarsvæðið. Verður það því Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra er leiðir listann.
Þá snýr Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður sem og ráðherra, aftur í framboð fyrir Miðflokkinn eftir að hafa eigi gefið kost á sér fyrir fjórum árum; Gunnar Bragi skipar annað sætið á listanum; einu sæti ofar en Sigurður Páll Jónsson fyrrverandi þingmaður flokksins.