Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Gunnar Dan Wiium: Uppljómaður maður er upplýstur maður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við erum feimin við að bendla okkur sjálf og aðra við uppljómun. Svolítið eins og einhvers konar „Jantelov“ hindri okkur, skömmin hindrar okkur. Við erum með hugmyndir um uppljómaða manneskju, hún gengur um jörðina í algjörri sátt við það sem er og nánast glóir.

Þessar hugmyndir eru réttar, uppljómuð manneskja er í sátt eða einna heldur nær sátt við hverja hindrun sem hún mætir á endanum. Það geislar af henni karisma og fólk dregst að henni. Vitundarbylgjan í þessum einstaklingum er þétt, vitundarbylgjan er stöðug tengslamyndun milli þess hægra og vinstra og í því samhengi er talað um geislabaug við fullkomið „samadhi“ ástand. Hins vegar þýðir það ekki að viðkomandi þurfi endilega að vera í þessu ástandi stöðugt, alls ekki. Við erum af holdi og blóði, með tilfinningar og tilfinningaviðbrögð sem eru ýmist erfð eða áunnin. Það má óhætt segja að tilfinningaviðbrögð okkar séu karmað okkar og með árvökulli og stöðugri sjálfsskoðun horfum við inn á við og þar eru þessi viðbrögð okkar skoðuð. Það getur engin annar gert það, við sjálf verðum að hafa hugrekkið og taka allt með fyrirvara því holdið lýgur en sálin heyrir aðeins sannleika.

Smátt og smátt vöxum við og þroskumst, við þroskumst inn og við þroskumst út. Inn þroskinn er grunnur allrar mennsku og í raun má segja að skylda okkar sem manneskjur sé að þroskast á þennan hátt, allur félagslegur þroski er sprottinn af andlegum þroska.

Uppljómuð manneskja fer ekki í langvarandi stríð, hún tekur ekki afstöðu með þeim sem standa í stríði, uppljómuð manneskja elskar skilyrðislaust, óháð meintri stöðu innan samfélags, uppljómuð manneskja starfar án strits og er iðin.

Vitund er eilífðareðlið, búddaeðlið, heilagur andinn. Vitund er án upphafs og endis sem og upphaf og endir alls og er það tilgangur mannsins að skilja fæðingu og dauða sem aðeins hverfulleika efnis. Efnið er einn líkami sem tekur á sig óteljandi myndir og vitundin binst hjúpnum hvað eftir annað þar til þessum skilningi hefur verið náð. Jörðin er okkur sem fjötrar og við berjumst og meiðum hvert annað, því við neitum að horfast í augu við sannleikann um okkar rauntilgang. Við getum aðeins barist svo lengi því óumflýjanlega munum við í gegnum þjáningu læra að þekkja ljósið, það liggur í eðli sínu samkvæmt. Þegar því ástandi er náð er jörðin okkur ekki fangelsi heldur paradís, þá hættum við að traðka niður náttúruna og meiða hvert annað. Við munum ná tengslum við hvert annað, því í raun erum við aðeins eitt, við munum tilheyra náttúru. Við höfum verið þar áður og munum vera þar aftur.

Hægt er að lesa allt blaðið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -