• Orðrómur

Gunnar flugstjóri drap Jóhann vegna brottreksturs: „Hef lengi ætlað mér að launa ykkur þetta“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það var kl. 04:35 aðfararnótt 9. maí árið 1968 að lögreglu barst símtal með ósk um aðstoð vegna vopnaðs manns við Tómasarhaga í Vestubæ Reykjavíkur. Þegar lögreglumenn bar að garði lá húsráðandinn, Jóhann Gíslason, 43 ára gamall flugrekstrastjóri Flugfélags Íslands, í blóði sínu og var lést hann af sárum sínum skömmu eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús. Eiginkona Jóhanns og þrjú stálpuð börn þeirra gátu skýrt lögreglu frá því að maður, vopnaður skambyssu, hefði ráðist inn í íbúðina. Hefði Jóhann farið að athuga málið og hefðu átök brotist út með þeim afleiðingum að Jóhann var skotinn fjórum skotum, þar af tvö í andlit.

Drepið mig, ég er að deyja

Eiginkona Jóhanns bar kennsl á banamann Jóhanns. Það reyndist vera Gunnar Frederiksen, 46 ára gamall flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands og fyrrverandi undirmaður Jóhanns. Sagði eiginkona Jóhanns Gunnar hafa flúið af vettvangi eftir skotárársina en skilið eftir hatt sinn sem var merktur honum. Nágranni þeirra hjóna hafði vaknað við hávaðann og sá þá Gunnar henda frá sér byssunni, fara upp í bíl og aka á brott.

- Auglýsing -

Fjórtán mínútum eftir upphaflegt símtal til lögreglu er aftur hringt og nú frá flugstöðvarbyggingunni á Reykjavíkurflugvelli. Var tilkynnt um að Gunnar væri þar staddur, blóðugur og í annarlegu ástandi. Aðspurður svaraði Gunnar vaktamanni á vellinum sem spurði hann út ástæður blóðsins að sennilega væri hann búinn að myrða mann og bætti við: „Þegar ég hata, meina ég það”. Þegar lögreglu bar að hélt Gunnar til í lítilli geymslu og hafði veitt sjálfum sér áverka með vasahníf sem þó var vart meira ein skeina. Eftir að hugað hafði verið að sáum hans var Gunnar fluttur mótspyrnulaust í fangaklefa en kallaði ítrekað upp: „Drepið mig, drepið mig. Þetta er búið hjá mér, ég er að deyja.“

Byrjaði í Bandaríkjunum

Við nánari eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að fyrr um kvöldið höfðu bæði Jóhann og Gunnar mætt á fund hjá Oddfellowreglunni en ekki munu mennirnir hafa ræðst við. Gunnar mun hafa drukkið nokkuð magns áfengis á fundinum og haldið drykkjunni áfram síðar um kvöldið í félagsskap nokkurra kunninngja. Jóhann hélt aftur á móti heim af fundi loknum. Félagar Gunnars óku honum á endanum heim þar sem hann hafði stutta viðdvöl, tók byssu sem hann kvaðst hafa fengið hjá manni í ársbyrjun og hélt heim til Jóhanns og fjölskyldu með fyrrnefndum hörmungar afleiðingum.

- Auglýsing -

Ástæða morðsins sagði Gunnar vera hatur sitt á Jóhanni sem hann taldi bera ábyrgð á brottrekstri sínum úr starfi sem flugstjóra hjá Flugfélagi Íslands árið áður.

Forsaga málsins var sú að Flugfélag Íslands hafði pantað nýja þotu, þá fyrstu sem keypt var til Íslands, og var Gunnar einn þeirra flustjóra sem hélt í þjálfun fyrir flug vélarinnar til Boeing-verksmiðjanna í Bandaríkjunum. Þótti það mikill heiður að vera valinn í hópinn. Voru Gunnar og annar flugstjóri þeir síðustu í hópi flugstjóra í þjálfuninn og áttu tveggja daga verklegt nám eftir þegar ákveðið var að fljúga vélinni til Íslands.

Lögreglufylgd þótti ótæk

- Auglýsing -

Rétt fyrir brottför ruddist Gunnar ásamt hinum flugmanninum upp í vélina og kröfðust þeir þess að halda með vélinni heim. Jóhannes Snorrason, flugstjóri, og Jóhann sálugi Gíslason, sem hafði yfirumsjón með þjálfun íslensku flugmannanna, aftóku með öllu að hleypa þeim með þar sem þeir ætti eftir að ljúka þjálfun sinni. Aftur á móti voru Gunnar og kollegi hans drukknir og neituðu að yfirgefa vélina. Mikill fjöldi innlendra og erlendra gesta og fyrirmenna var um borð í vélinni og þótti ótækt að láta þá verða vitni að því að tveimur virtum flugstjórum yrði fylgt út í lögreglufylgd. Fór það svo að þeim var leyft að fara með vélinni en voru læstir inni í henni þegar að móttökuathöfnin fór fram, enda báðir dauðadrukknir.

Í kjölfarið var báðum flugstjórunum gert að setja upp störfum án tafa. Gunnar lagði mikið hatur á starfsfólk Flugfélags Íslands í kjölfarið og þá sérstaklega Jóhann Gíslason sem hann taldi bera persónulega ábyrgð á starfsmissinum. Síðar kom þó í ljós að Jóhann hafði reynt að tala máli Gunnars án árangurs.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að eiginkona Jóhanns hafi heyrt skothvelli  og hafi farið fram úr rúminu og séð Jóhann blóðugan í átökum við Gunnar. Tókst sautján ára syni þeirra á endanum að koma Gunnari út sem kallaði þá upp yfir sig í dyrunum: „Ég hef lengi ætlað mér að launa ykkur þetta.”

Í mati geðlæknis kom fram að Gunnar væri sakhæfur en hann væri sjálfsmiðaður og tillitslaus og með mikla skapgerðargalla. Í dómi Hæstaréttar kom fram að Gunnar hafði áætlað að skaða Jóhann um nokkurn tíma og meðal annars reynt að fá aðra sér til aðstoðar.

Gunnar var sekur fundinn og dæmdur til 16 ára fangelsisvistar.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -