Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Gunnar í Krossinum og Jónína Ben ætluðu að taka saman: „Það var aldrei þögn eða aðskilnaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við Jónína ákváðum að taka saman,“ segir Gunnar Þorsteinsson, Gunnar í Krossinum, í Mannlífinu með Reyni Traustason. Þau gengu í hjónaband fyrir um áratug en leiðir þeirra skildu síðar en þó ekki formlega á pappírum og ákváðu þau í fyrrasumar að gefa ástinni séns og tóku þessa ákvörðun.

Gunnar rifjar upp í viðtalinu hvernig þau Jónína kynntust. Hann nefnir viðtal þar sem hún talaði um detox og hafði hann í kjölfarið samband við hana og spurði hvort hann mætti koma með og fasta. Gunnar segist hafa fastað í þrjár vikur í senn á hverju ári í 43 ár. Hann segir að eftir að hafa haft samband við Jónínu varðandi þetta hafi hann gert þetta tvisvar eða þrisvar á þessum árum og svo kom upp orðrómur í samfélaginu um að þau væru par og þá ákvað hann að bjóða henni út að borða þar sem þau færu yfir stöðuna. Þau urðu óaðskiljanleg eftir það. Þrátt fyrir að leiðir þeirra hafi skilið um tíma þá töluðu þau saman mörgum sinnum á dag. „Það var aldrei þögn eða aðskilnaður í þeim skilningi.“

Jónína lést svo í árslok í fyrra. „Ég var í marga mánuði að ná huganum í lag. Hún hafði haft svo ríka nærveru í mínu lífi í um 10 ár þannig að ég refereraði í huganum mikið til hennar. Og það var eiginlega erfiðasti hjallinn að losna undan því að láta minninguna bara vera ljúfa og á sínum stað.“

Viðtalið er að finna í nýjasta hefti Mannlífs sem er hér.

Mannlífið með Reyni er hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -