Laugardagur 27. nóvember, 2021
-4.2 C
Reykjavik

Gunnar Jóhann ákærður fyrir manndráp af ásetningi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í dag gaf héraðssaksóknarinn í Troms og Finnmörk í Noregi út ákæru á hendur Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, þar sem honum er gefið að sök manndráp af ásetningi (forsettlig drap).

Gunnari Jóhanni er gefið að sök að hafa farið inn á heimili Gísla Þórs Þórarinssonar, hálfbróður hans, klukkan fimm að morgni 27. apríl 2019 í Mehamn í Finnmörk í Noregi, með haglabyssu af hlaupvídd 12 ga., þar sem þeir hálfbræður tókust á um með vopnið með eim afleiðingum að tvö skot hlupu af því og hafnaði annað þeirra í vinstra læri Gísla Þórs með þeim afleiðingum að honum blæddi út á skömmum tíma.

Mbl.is greinir frá.

Ákæran er í sex liðum og er Gunnar Þór í fjórum þeirra (lið 3 til 6) ákærður fyrir húsbrot á heimili hálfbróður síns, brot á nálgunarbanni gagnvart honum, að hafa tekið bifreið hans ófrjálsro hendi eftir atvikið og ekið henni undir áhrifum áfengis og amfetamíns.


Í öðrum lið ákærunnar er Gunnari Jóhanni gefið að sök að hafa haft í hótunum við Gísla Þór dagana fyrir andlát hans, og eins við Elenu Undeland barnsmóður og fyrrum eiginkonu Gunnars Jóhanns. En tilefni átaka þeirra hálfbræðra var að Elena og Gísli Þór urðu par, eftir skilnað Elenu og Gunnars Jóhanns.

Í viðtali við Mbl. segir Bjørn Gulstad verjandi Gunnars Jóhanns að: „Þungamiðjan í þessum réttarhöldum verða mörkin á milli manndráps af ásetningi og manndráps af gáleysi.“

- Auglýsing -

Réttarhöldin munu hefjast mánudaginn 23. mars við Héraðsdóm Vadsø, en Gunnar Jóhann hefur lýst sig sekan um manndráp af gáleysi.

Heiða Þórðardóttir hálfsystir Gunnars Jóhanns og Gísla Þórs var í forsíðuviðtali Mannlífs 17. ágúst í fyrra og sagði hún að atburðurinn hefði tvístrað fjölskyldunni. Viðtalið við hana má lesa í heild sinni hér: „Ég get ekki hatað bróður minn“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -