Föstudagur 24. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Gunnar Smári vill stofna frídag Herði og frelsisbaráttu samkynhneigðra til heiðurs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, telur íslensku þjóðina þokast áfram til hins betra þökk sé Herði Torfasyni tónlistarmanni og fólki honum líkt. Stjórnmálaleiðtoginn segir listamanninn hafa brotið blað í frelsisbaráttu samkynhneigðra og réttindabaráttu almennings almennt.

Hörður fagnar 75 ára afmæli sínu í dag og honum til heiðurs ritar Gunnar Smári lofpistil á Facebook. „Hörður er sjötíu og fimm ára í dag, hvort sem þið trúið því eða ekki. Hann kann allt og getur; sungið, samið, teiknað, leikið, spilað og galdrað fram alls konar, ekki síst andstöðu. Hörður er Rosa Park okkar Íslendinga, braut blað með því að koma út úr skápnum sem hommi 1975, fara þangað sem mátti ekki, krafðist viringar fyrir það sem hann var,“ segir Gunnar Smári.

Hörður Torfason listamaður

Gunnar Smári segir framlag Harðar til baráttu samkynheigðra vera stórvirki því hann hafi staðið sem eins manns hreyfing óvarinn gegn ógnarafli haturs. „Hörður rataði til baka, vann sér aftur inn málfrelsi og tilverurétt í samfélaginu, tók þátt í frelsisbaráttu samkynhneigðra og lék síðan lykilhlutverk í búsáhaldabyltingunni, byggði upp vettvang fyrir andstöðuna og gjallarhorn fyrir fólk með mikilvægar skoðanir og sýn. Það sem hann skapaði í búsáhaldabyltingunni var vettvangur og farvegur sem baráttufólk gat notað til góðs. Til að breyta þarf hvort tveggja; fólk og vettvang. Og þótt framlag margra þeirra sem stigu fram hafi verið mikilvægt var hið hógværa tillegg Harðar mikilvægast. Fyrir það má taka ofan fyrir honum alla daga.“

Gunnar Smári er þeirrar skoðunar að þjóðin sé að þokast í betri átt og það sé meðal annars Herði að þakka. Honum finnst að afmælisdag tónlstarmannsins eigi að gera að opinberum frídegi. „Ef við Íslendingar værum ekki svona krypplaðir í sálinni og beygðir undir valdið þá væri 4. september opinber frídagur Herði til heiðurs, grunnskólabörn hefðu eytt vikunni í að kynnast starfi hans og baráttumálum og hann fengi á eftir heiðursnafnbót við Háskóla Íslands. En við erum ekki komin þangað. Við erum á leiðinni, en förum hægt. Það sem við þokumst er fólki eins og Herði að þakka, segir Gunnar Smári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -