• Orðrómur

Gunnar Smári : „Björn Bjarnason getur oft verið sorglega vitlaus“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
Gunnar Smári Egilsson frambjóðandi Sósíalistaflokksins tók ummælum Björns Bjarnasonar er snéru að honum,  sannarlega ekki þegjandi og hljóðalaust. Björn skrifaði pistil inn á vefsíðu sína, Bjorn.is um Gunnar Smára og var hann óvægin í garð hans í skrifum sínum. Mannlíf fjallaði um pistil Björns. Gunnar Smári svaraði Birni fullum hálsi inn á Facebook hóp Sósíalistaflokksins, hér má sjá færsluna.
„Björn Bjarnason getur oft verið sorglega vitlaus, eins og oft hentir ofstopamenn. Hér er hann að fabúlera að vanda og misles allt; heldur að þar sem breytingar voru samþykktar á skipulagi Sósíalistaflokksins á Sósíalistaþingi um helgina að þar með hafi ekkert af samþykktu skipulagi verið til áður. Hann sér því þarna stórkostlega sviðsetningu mína, að ég hafi dregið slembivalda kjörnefnd upp úr hatti, nefnd sem síðan hafi haft samband við mig og ég svo svarað, allt á sama augnablikinu. Hið rétta er að kjörnefnd hefur verið í skipulagi flokksins frá haustinu 2017 og raðaði t.d. á lista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningar 2018, bæði í Reykjavík og Kópavogi“. Á þessum orðum hefst svar Gunnars Smára við ummælum Björns Bjarnasonar.
Björn mikill dellukenningasmiður
Gunnar segir Björn vera mikinn dellukenningasmið og hefur hann grunaðan um að hafa fundið upp hugtakið Baugspenni og þar á hann við það að Björn hafi reynt að draga úr vægi sínu og annara starfsmanna á ritstjórn Fréttablaðsins á meðan þeir voru að leggja þá „dómkirkju sem Moggin var, og sem hefði gert Björn að kardinála“.
Studdi sprengjuregn og gróf undan mannúðasinnum
Gunnar Smári heldur svari sínu áfram: „Síðan hefur Moggi þessi verið niðursetningur á bæjum kvótagreifa, ærulaus áróðurspési. Í hugarheimi Björns voru þetta hins vegar kaldastríðsátök, Baugur orðinn að kommúnistaflokki Sovétríkjanna og Björn sjálfur brjóstvörn lýðræðis, eins og þegar hann studdi sprengjuregn Bandaríkjahers í Víetnam og valdarán Bandaríkjastjórnar í Chile og víða um heim. Og eins og Björn hafði grafið undan mannúðarsinnum sem mótmæltu morðum Bandaríkjastjórnar, þannig vildi hann grafa undan blaðamönnum á Fréttablaðinu, óvinum sínum og auðvaldsklíkunnar sem hann tilheyrir.“
Gekk burt með fúlgur fjár
Svar Gunnars Smára endar svo á þessum orðum: „Björn skiptir auðvitað engu máli í íslenskri samfélagsumræðu, hann hefur bara áhrif á fáeina kjána sem hanga í bakherbergjum Valhallar. Ég sá einn slíkan vitna óbeint í þessa þvælu um kjörnefndina á Facebook áðan og reyndi að átta mig á hvaðan þetta rugl gæti verið komið, hefði átt að fatta strax að þvælan átti upptök sín í viðbrenndum kaldastríðs-litlaheila Björns Bjarnasonar. Björn er á fóðrum hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eins og aðrir áróðurskarlar Valhallar, Hannes Hólmsteinn og aðrir þesslags. Um daginn gekk Björn burt með fúlgur fjár fyrir að hafa sett saman dæmalaust grunnhyggna skýrslu um landbúnað, maður sem hefur ekki einu sinni verið í sveit. Mikil guðs blessun verður það þegar alþýða manna þarf ekki bera kostnaðinn við að halda svona mykjudreifurum að störfum. Þá verður betri lykt í samfélaginu“.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -