Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Gunnar Smári er ekki hissa á sigri Aðalsteins: „Í raun tilraun til að spilla lýðræðinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson er ekki hissa á að lögreglan fái ekki að taka skýrslu af blaðamanninum Aðalsteini Kjartanssyni. Skýtur hann föstum skotum á Sjálfstæðisflokkinn í nýrri færslu á Facebook. Færsluna birtir hann í hópi Sósíalistaflokksins og deilir frétt af málinu með.

„Auðvitað ekki, skárra væri það nú. Ágæt að gripið sé strax frammi fyrir hendur lögreglustjóra Sjálfstæðisflokksins. Það var ekki hægt að stoppa aðgerðir sýslumanna flokksins gegn blaðamönnum 2017, þótt á endanum hafi dómstólar hafnað aðgerðum hans. Nú er þetta stoppað nánast í fæðingu.

Allar yfirlýsingar formanns og þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að ekkert væri eðlilegra en að ofsækja blaðamenn, hafa nú verið afhjúpaðar sem þvæla. Í ljósi tilgangsins, kannski meira en þvæla. Í raun tilraun til að spilla lýðræðinu.

Kannski þarf að setja viðurlög um það þegar pólitískt skipaðir embættismenn misnota ríkisvaldið með þessum hætti. Það þarf að stoppa Sjálfstæðisflokksfólk með einhverjum hætti, það mun halda áfram tilraunum sínum til að þagga umræðu og bæla lýðræðið.“

Þó nokkrir hafa skrifað athugasemdir við færsluna og virðast flestir ef ekki allir sammála Gunnari Smára. Olav nokkur vill láta reka Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi Eystra. „Er þá ekki við hæfi að reka lögreglu stjórann í hvelli“

Ísak svarar Olavi: „heldur betur, held ad tad sé varla hægt ad syna betur frammá hvad hún er óhæf en ad tekkja ekki lagaramman sem hún à ad vinna eftir“

Friðjón er ómyrkur í máli: „Allveg magnađ ađ þessi sjalla flokkur nài hèr völdum àr eftir àr eftir àr eftir àr og þađ er sama hvernig sjallarnir hegđa sèr alltaf nà þeir kjöri. Heimska þeirra sem þà kjòsa à sèr engin mörk“

- Auglýsing -

Víðir nokkur segir að það eigi að reka Páleyju en líkurnar séu ekki miklar að það verði gert. „Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra á að vera sagt upp eftir þennan skandal. Reyndar er engin hætta á því að það gerist nema með þrýstingi frá almenningi og fjölmiðlum“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -