Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári hjólar í GAMMA: „Hefur alla tíð verið ofbeldisfélag“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Gunnar Smári Egilsson, forsprakki Sosíalistaflokksins, segir fjárfestingafélagið GAMMA alla tíð hafa verið ofbeldisfélag. Gísl­i Hauks­son, ann­ar stofn­end­a félagsins, hef­ur ver­ið kærð­ur til lög­regl­u fyr­ir lífs­hætt­u­leg­a árás á fyrrverandi sambýliskonu.

Umrætt atvik á að hafa átt sér stað í vor á þá sameiginlegu heimili þeirra. Gísli er sakaður um að hafa tekið konuna kyrkingartaki og þrengt hættulega fast að hálsi hennar. Ekki er ljóst hvort það teljist tilraun til manndráps eða sérstaklega hættuleg líkamsárás.

Gísli er for­mað­ur fjár­mál­a­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem ann­ast fjár­öfl­un flokks­ins. Hann hætti störfum hjá hinu umdeilda félagi GAMMA árið 2018 og seldi hlut sinn í félaginu fyrir hundruð milljóna. Öll ummerki um Gísla hafa verið fjarlægð af vef Sjálfstæðisflokksins. Þetta virðist hafa gerst í skjóli nætur því hann var fyrir einungis mánuði skráður samviskusamlega sem nefndarmaður í miðstjórn flokksins, sem ber ábyrgð á öllu innra starfi flokksins. Gísli var auk þess formaður fjármálaráðs og því ljóst að ítök hans í flokknum voru umtalsverð.

Gunnar Smári virðist ekki hissa á fréttum af meintum ofbeldisverkum Gísla og tjáir hann skoðun sína inni í spjallhóp Sósíalista á Facebook. „Gamma hefur alla tíð verið ofbeldisfélag, réðst á leigjendur og skrúfaði upp leiguverð, réðst á fátækt fólk með okurvöxtum fyrir skammtímalán, námsfólk með okurlánum fyrir framfærslu á námstímanum. Mest af hagnaðinum stungu eigendur og starfsfólk í vasann, en hluta hans notuðu þeir til að kaupa sér góða ímynd; fengu listafólk til að sýna listaverk sín í húsakynnum fyrirtækisins, keyptu góða sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og smurðu lógói Gamma yfir allt hið góða starf sveitarinnar,“ segir Gunnar Smári og bætir við:

„Gamma var bóla sem sprakk af hroka, drambi og sjálfstignun, en hún blés út innan sjúklegs samfélags þar sem sá frekasti og ófyrirleitnasti, sá ofbeldisfyllsti og yfirgangssamasti, fær að vaða uppi. Gamma er nú hluti Kvikubanka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -