Laugardagur 13. ágúst, 2022
11.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári: „Ísland er oft líkara helsjúkri meðvirkri fjölskyldu en opnu lýðræðissamfélagi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnar smári líkt og Ragnar Freyr læknir vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar vegna framgöngu sinnar gegn heimsfaraldrinum Covid-19. Gunnar tjáir sig um málið bæði á Facebook síðu sinni og í pistli sem birtist á Visi.is.

Gunnar Smári segir að hann hafi skrifað nokkurs konar fréttaskýringu um stefnu ríkisstjórnarinnar og stöðuna í sóttvörnum: „Var orðinn leiður á að hlusta á langar fréttaskýringar ráðherranna sjálfra í öllum fréttatímum. Hvar nema í einræðisríkjum er ráðherrum falið að flytja allar fréttir af mikilvægustu málunum? Í löngum sjálfhælnum einræðum. Ísland er oft líkara helsjúkri meðvirkri fjölskyldu en opnu lýðræðissamfélagi, við sitjum löngum stundum undir einræðum drukkins fjölskylduföður sem talar um að hvað hann er snjall, elskaður og dáður. Þessi grein andmælir þessum ræðum“.

Pistill Gunnars Smára

Í pisli sínum fer Gunnar Smári á mjög ítarlegan hátt í gegnum staðreyndir sem liggja fyrir tengdar heimsfaraldrinum. Pistill Gunnars Smára hefst á þessum orðum: „Í dag eru 500 dagar síðan að fyrst voru settar á samkomutakmarkanir á Íslandi vegna kórónafaraldursins. Og þetta er líka fyrsti dagurinn í nýjum takmörkunum. Í gær var síðasti dagurinn af 29 dögum án samkomutakmarkana, einu dagarnir af þessum 500 sem Íslendingar hafa verið lausir við samkomutakmarkanir og aðrar heftandi sóttvarnir. Það er skiljanlegt að mörgum sé um og ó. Þrátt fyrir síendurteknar fullyrðingar ráðherranna um að þeir hafi full tök á ástandinu er raunin allt önnur“.

 

Ísland og Nýja Sjáland

- Auglýsing -

Gunnar smári ber saman Nýja Sjáland og Ísland í baráttunni við heimsfaraldurinn og segir að árangur þar í landi sé 69 til 74 prósent á meðan árangurinn hér á landi sé einungis 6 prósent. „Til að glöggva okkur á samanburðinum getum við sagt að á Nýja Sjálandi hafi 69-74% daganna verið án takmarkana en aðeins innan við 6% á Íslandi. Munurinn er eiginlega skelfilegur“.

„Ástæðan fyrir þessum mun er að á Nýja Sjálandi hafa sóttvarnir verið með hefðbundnu sniði, því sem reynt hefur verið og mótað í gegnum aldirnar. Harðar sóttvarnir á svæðum þar sem farsóttin geisar en síðan frjálst venjulegt líf þess á milli varið af hefðbundinni 14 daga sóttkví á landamærunum. Almenningur hefur stutt þessa stefnu heilshugar. Stjórnvöld hafa starfað í takt við vilja almennings. Þau sem hafa mótmælt eru færri á Nýja Sjálandi en þau sem hafa mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvörnum“ segir Gunnar Smári. Hann segir svo frá því að Félagsvísindastofnun hafi framkvæmt könnun í apríl, sem kannaði hvaða stefnu í sóttvörnum það kysi og niðurstaðan var sú að flestir kusu stefnu sem líkist Nýsjálensku leiðinni. 92 prósent vildi harðar sóttvarnaraðgerðir til þess að verja daglegt líf. „Þetta er hins vegar ekki sú stefna sem íslensk stjórnvöld hafa rekið. Sóttvarnaryfirvöld virtust reyndar komin á þessa línu síðla vetrar en sú útgáfa sem kom frá ríkisstjórn og Alþingi virkaði ekki. Og um leið og hertar aðgerðir voru kynntar lýstu ráðherrar því yfir að þær yrðu afturkallaðar fljótlega“.

Vill að íslenska þjóðin fái afsökunarbeiðni

- Auglýsing -

Gunnar Smári segir að ríkisstjórnin skuldi íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni: „Og hvað gera ráðherrarnir? Koma þeir til þjóðarinnar og biðja hana afsökunar? Nei, þeir koma fram og segja þjóðinni að nú þurfi hún enn og aftur að axla byrðarnar af kolrangri sóttvarnarstefnu sem rekið er gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar“.

Pistill Gunnars Smára er mjög vel útfærður, ítarlegur og á mannamáli. Hér má sjá hann í heild sinni.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -